Rask

Agnieszka Sosnowska, Ingunn Snædal

Rask-Listahatid-RVK

Á sýningunni RASK mætast þær Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld. Samspil ljósmynda og ljóða birtist sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu. Þessar ólíku listakonur bregðast á næman hátt við list hvor annarrar og því sem þær skynja og upplifa í röskuðu og rofnu umhverfi.

Jarðvegsrof á Austurlandi er víða umtalsvert og óstöðvandi. Í hringiðu rofsins bjóða þær Agnieszka og Ingunn okkur að doka við og skynja núið. Austurland er heimili þeirra, fortíð og framtíð – sögusviðið draga þær upp í myndum og ljóðum.

Agnieszka Sosnowska er fædd í Varsjá en ólst upp í Boston. Hún nam við Massachusetts College of the Arts og Boston University. Verk hennar hafa m.a. verið sýnd á Listasafni Íslands, Listasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Íslands auk þess sem myndir hennar hafa birst víða á prenti.

Ingunn Snædal er fædd á Egilsstöðum og ólst upp á Jökuldal. Ingunn stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands, Háskólann í Galway og Háskóla Íslands. Fyrir ljóðabækur sínar hefur hún hlotið Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar og að auki hreppt verðlaun fyrir þýðingar sínar.

Listamenn: Agnieszka Sosnowska, Ingunn Snædal

Dagsetning:

06.06.2024 – 31.08.2024

Staðsetning:

Sláturhúsið

Kaupvangur 7-9, 700 Egilsstaðir, Iceland

Merki:

AusturlandListahátíð í ReykjavíkSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
Þriðjudagur11:00 - 16:00
Miðvikudagur11:00 - 16:00
Fimmtudagur11:00 - 16:00
Föstudagur11:00 - 16:00
Laugardagur12:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur