Aðgát

Borghildur Óskarsdóttir

Borghildur Óskarsdóttir

Borghildur Óskarsdóttir (f. 1942) á merkan listferil að baki sem spannar um sex áratugi. Hún er enn að því listin er samofin lífi hennar og starfi.

Á sýningunni er varpað ljósi á frjóan og marþættan feril Borghildar, listnálgun og verk, en samhliða sýningunni er gefin út vönduð bók þar sem verk hennar eru sett í samhengi við listir og fræði, sögu og samtíma.Verk Borghildar eiga erindi við samtímann, sem einkennist af viðleitni til að endurhugsa þau spor sem maðurinn hefur markað í náttúruna, himinn og jörð með lífríki sínu öllu.

Sýningarstjóri er Aðalheiður L. Guðmundsdóttir en sýningin er afrakstur rannsóknar Aðalheiðar á ferli Borghildar. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er önnur af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur, en fyrsta sýningin var Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður sem var opnuð á Kjarvalsstöðum 14. janúar 2023.

Listamaður: Borghildur Óskarsdóttir

Sýningarstjóri: Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir

Dagsetning:

09.03.2024 – 09.06.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Flókagata 24, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur