Uppspretta

Rannveig Jónsdóttir

Rannveig Jónsdóttir: SOURCE

Hvað er uppspretta? Uppspretta getur vísað til þess sem kveikir hreyfingu, nærir og umbreytist. Í náttúrunni tengist hún vatni – sem seytlar, rennur og breytist stöðugt. Líkt og áin sem á sér uppsprettu á hálendi og rennur um síbreytilegt landslag, eigum við okkar flæði – stundum kyrrt og stöðugt, stundum ólgandi og brotakennt. 

Sýningin rannsakar tengsl manns og vatns, þar sem líkami og landslag mynda spegilmynd hvors annars. Verkin byggja á samstarfi við vatnafræðinginn Jón Ottó Gunnarsson, þar sem rennslismælingar í Langá í Engidal veita innsýn í ferðalag vatns undir yfirborðinu. Salt gegnir lykilhlutverki í rannsóknarvinnunni – sem tengiliður líkama og vatns. Í vatnamælingum er það notað til að rekja flæði, en í líkamanum stýrir það jafnvægi og hreyfingu. Í nokkrum verka sýningarinnar er einnig notað litarefnin Rhodamine og Uranin, sem varpar litrófi á ósýnilegt flæði í vatnamælingum.  

Uppspretta Langár er ekki ein – heldur eru þær fjórar – þessi fjölbreytni kallar fram spurningar: Hver er hin raunverulega uppspretta? Er hún yfirhöfuð til – eða er flæði lífsins í raun margföld, brotakennd hreyfing í sífelldri myndun?

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Ísafirði. Hún vinnur með innsetningar í blandaðri tækni þar sem hún skoðar tengsl manns og náttúru. Í verkum sínum nýtir hún oft rannsóknir og samstarf við fræðimenn, sjómenn og vísindamenn. Hún lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og MFA-prófi frá Listaháskólanum í Malmö árið 2019. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði á Íslandi og erlendis.

Listamaður: Rannveig Jónsdóttir

Dagsetning:

17.05.2025 – 07.06.2025

Staðsetning:

Associate Gallery

Köllunarklettsvegur 4, 104 Reykjavík, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu og eftir samkomulagi

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5