Breytur/Variables

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir SIM gallerí

“Breytur/Variables” er fimmta einkasýning Önnu Álfheiðar. Sýningin inniheldur um 12 málverk sem unnin hafa verið á þessu ári, 2024. Flest verkin eru unnin í þrívíðu formi, með akrýl á striga annars vegar og skornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans. Auk þess eru önnur verk kynnt til leiks sem hafa annars konar efniskennd.

 

Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f. 1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins með strangflatalist sem hún nálgast á ljóðrænan hátt. Viðfangsefni verka Önnu er að leitast við að skapa samtal milli áhorfandans og myndrammans í gegnum skynjun hans og upplifun á margþættum myndfletinum þar sem litanotkun, formgerð og endurtekning spila stór hlutverk í samspili við staðsetningu, tíma og rúm. Samhliða hefur Anna undanfarin ár leitast við að kanna mörkin milli listmiðla í verkum sínum, þ.e.a.s. milli málverka, textíls og skúlptúrs/lágmynda.

Listamaður: Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Dagsetning:

04.05.2024 – 20.05.2024

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fimmtudagurinn langi opið til kl. 20:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur