Anda Rottenberg

Annar gestur Umræðuþráða árið 2022 er Anda Rottenberg, sýningarstjóri, listfræðingur og gagnrýnandi í Varsjá.

Anda Rottenberg hefur á löngum og fjölbreyttum ferli mótað yfirgripsmikla innsýn í pólska og alþjóðlega samtímalist. Það er mikill fengur fyrir íslenskt listalíf að fá hana til landsins og halda hér erindi.

Í erindi sínu, sem Anda kallar „Löng leið til Laramie, Wyoming“, mun hún fjalla um sögu fordóma sem einkum beinast gegn fólki á forsendum kynhneigðar, kyns, kynþáttar, trúar, þjóðernis, búsetu, o.s.frv.

Anda Rottenberg er menntuð við háskólann í Varsjá, MA 1970. Hún starfaði í Pólsku vísindaakademíunni 1973-1986. Stofnandi EGIT Art Foundation, 1986; Varsjá Soros Center of Contemporary Art, 1992; Institute of Art Promotion Foundation, 1997. Forstöðumaður ‘Zachęta’ National Art Gallery í Varsjá 1993-2001; Ráðgjafi Museum of Modern Art, New York 2001-2002; Forseti ráðgjafarnefndar dagskrár og dagskrárstjóri Nútímalistasafnsins í Varsjá 2005-2007. Frá og með 1980 sýningarstjóri og meðstjórnandi margra alþjóðlegra sýninga. Sýningarstjóri (1993-1995) og framkvæmdastjóri pólska skálans á Feneyjatvíæringnum 1993 – 2001 og Sao Paolo tvíæringnum 1997 – 2007 (meðal annars). Höfundur fjölmargra texta um myndlist. Akademískur kennari í sýningarstjórn við ýmsa háskóla. Meðstofnandi og stjórnarmaður í Manifesta 1; Félagi við Wissenschaftskolleg zu Berlín 2015/2016; Meðlimur í valnefnd Documenta 12. Núna skipaður menningarritstjóri „Vogue Polska“ tímaritsins (frá og með 2017). Stjórnandi vikulegra útvarpsþátta, Andymateria, frá og með 2012. Anda starfar jafnframt sjálfstætt sem rithöfundur og sýningarstjóri.

„Löng leið til Laramie, Wyoming“, Anda Rottenberg, 15. september, 2022.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur