Íslenski skálinn 2024
Hildigunnur Birgisdóttir

Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024

Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist sem haldinn verður í sextugasta sinn árið 2024. Tvíæringurinn er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni.

Biennale di Venezia 60th International Art Exhibition Icelandic Pavillon 2024

Sýningarstjóri:

Dan Byers

Þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum hófst árið 1960 og hafa margir fremstu listamenn þjóðarinnar sýnt þar m.a. Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildur Arnardóttir, Rúrí og Egill Sæbjörnsson. Myndlistarmiðstöð hefur líkt og undanfarin ár umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.

Á marglaga ferli sínum hefur Hildigunnur rannsakað hugmyndir okkar um fegurð, notagildi, samhengi hlutanna og hvetur áhorfandann til að efast um jafnvægið á milli skynjunar og raunveruleika. Hildigunnur skoðar oft fáfengilega hluti líkt og takka lyklaborðs, plastklemmur og úðabrúsa, og er hver hlutur valinn út frá einfaldleika sínum eða tilvist. Með því að setja fram óskáldlega hluti í nýjum efnum og stærðum undirstrikar Hildigunnur kunnulega eiginleika þeirra en samtímis því dregur hún notagildi þeirra í efa. Bjögunin undirstrikar skúlptúrískt gildi hinna upprunalegu hluta og fagnar fagurfræði þess sem fæstir gefa gaum. 

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur