Gestavinnustofa í Rennes í Frakklandi

Gestavinnustofa í Rennes í Frakklandi

Kallað er eftir umsóknum frá íslensku myndlistarfólki fyrir 9. útgáfu af ljósmyndastefnumóti ViaSilva í Frakklandi.

Les Rencontres Photographiques de ViaSilva - „The ViaSilva Photographic Encounters“ - er listrænt framtak stofnað árið 2016 og skipulagt af samtökunum Les Ailes de Caïus, SPLA ViaSilva fyrirtækis sem sérhæfir sig í skipulagi borga og bókaforlagsins Les Editions de Juillet.

Tilgangur verkefnisins er að bjóða ljósmyndurum og listafólki árlega gestavinnustofudvöl innan ViaSilva-svæðisins, hverfis í byggingu í útjaðri Rennes í Bretagne. Þetta land, sem er sögulega landbúnaðarhérað en er nú að umbreytast hratt í þéttbýli, er dæmigert fyrir þá stækkun stórborgarsvæða sem á sér stað um allan heim.

Þátttakendur í verkefninu fá ferða-, uppihalds- og framleiðslustyrk, skipulagðar eru sýningar á verkum þeirra og þau gefin út á bók.

Umsóknarfrestur er til 25. mars n.k.

Nánari upplýsingar: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScNd7ayBPBbRVDRiJxQZA1ikzkrKxpHYAxZYo1QV-1v2k64-Q/viewform

Cecile veitir einnig upplýsingar  - cecile.lombardie@ailesdecaius.fr

Opin köll

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025

Sjö eru tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2025. Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent í 8. sinn, fimmtudaginn 20. mars í Iðnó.

Íslensku myndlistarverðlaunin
nlsh forval samkeppni feb 2025

Forval að samkeppni um listaverk - Heilbrigðisvísindasvið HÍ

Háskóli Íslands í samstarfi við Nýjan Landspítala ohf. (NLSH) og Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) bjóða myndlistarmönnum að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í nýbygginu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HVS).

Opin köll
Ferðastyrkir 1. úthlutun

30 listamenn fá úthlutað ferðastyrkjum

Myndlistarmiðstöð hefur úthlutað ferðastyrkjum til 30 listamanna í fyrstu úthlutun ársins 2025 fyrir samtals 1,8 milljón króna.  

Styrkir
Una Björg Magnúsdóttir, Untitled 2022

Outside Looking In, Inside Looking Out í Ósló

Farandsýningin Outside Looking In, Inside Looking Out, hefur farið til fjölmargra landa og lýkur hringferð hennar um heiminn í maí þegar hún verður sýnd í Tókýó í Japan. Sýningin hefur verið sett upp í New York, París, Amsterdam, Helsinki og nú síðast í Osló.

Greinar og viðtöl

Frá Feneyjum til Reykjavíkur

Sýning Hildigunnar Birgisdóttur, Þetta er mjög stór tala (Commerzbau) verður opnuð í Listasafni Íslands 22. febrúar 2025. Innsetningin var framlag Íslands á tvíæringnum í Feneyjum árið 2024.

Greinar og viðtöl

Heimsókn í vinnustofu Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur

„Ég spái fyrir um framtíðina með einu skrolli í einu“: Heimsókn í vinnustofu Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur.

Á köldum vetrardegi í byrjun desember, hittum við Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur. Kristín er 31 árs listakona. Hún bauð okkur í litríka og huggulega vinnustofu sína í Laugarnesinu, nálægt myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Listsköpun Kristínar er skopleg og litrík en einnig umvafin óútskýranlegri dulúð. Verk hennar tvinna saman hennar eigið tilfinningalíf og hugarfar og atburði samtímans. Við hittum hana og ræddum um verk hennar og listrænt ferli.

Greinar og viðtöl
MLS fjarvinnustofur haust 2024

Myndlistarsjóður: fjarvinnustofur fyrir vorúthlutun 2025

Dagana 3.-7. febrúar verður boðið upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð í myndlistarsjóð.

Styrkir

Nýjar sýningar í janúar

Myndlistarlífið blómstrar á Íslandi og má með sanni segja að í myndlistinni hefjist árið af krafti. Fyrirferðamestar nú um stundir eru sýningar sem eru hluti Ljósmyndahátíðar Íslands, alþjóðlegrar ljósmyndahátíðar sem haldin er á tveggja ára fresti.

Greinar og viðtöl

Staða starfsnema í Tallin laus til umsóknar

Borderlands Poetics: Rewilding Tongues auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsnema við Prentþríæringinn í Tallin í tvo mánuði í vor. Auglýst er eftir aðstoðarmanneskju í framleiðslu. Staðan er ætluð fólki búsettu í Finnlandi, á Íslandi eða í Wales. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar.

Opin köll

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinni og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5