Andreas Brunner

Andreas Brunner til Berlínar

Myndlistarmaðurinn Andreas Brunner hefur verið valinn úr hópi umsækjenda til dvalar í gestavinnustofunni Künstlerhaus Bethanien í Kreuzberg hverfinu í Berlín í Þýskalandi. Íslenskt myndlistarfólk og myndlistarfólk með sterka tengingu við íslenskt listalíf hefur síðastliðin fimm ár geta sótt um að dvelja í vinnustofunni. 

Styrkir
2024

Haustúthlutun úr myndlistarsjóði

Í haustúthlutun myndlistarsjóðs var rúmlega 33 milljónum úthlutað. Ráðherra menningar og viðskipta afhenti styrki úr myndlistarsjóði og formaður myndlistarráðs kynnti nýjan samstarfssamning við Sequences myndlistartvíæringinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu.  

Styrkir
Vídeóinnsetning Bouchra Khalili, The Mapping Journey Project, sem gerð var á árabilinu 2008 til 2011 er ákaflega falleg á að líta. Sögurnar sem viðmælendur hennar segja eru engu að síður átaknlegar.

Ferskir vindar í Arsenale

Ef ég þyrfti að nota eitt lýsingarorð til þess að lýsa Feneyjatvíæringnum sem nú stendur yfir, þá hugsa ég að ég myndi velja orðið frískandi. Ekki misskilja mig, verkin eru á tíðum átakanleg enda er helsta viðfangsefni tvíæringsins í ár barátta margra, ólíkra, jaðarsettra hópa. Ég nota orðið frískandi til þess að lýsa upplifun minni af þessum tiltekna tvíæringi í samhengi við fyrri tvíæringa og fyrir því eru nokkrar ástæður.

Greinar og viðtöl
Ferðastyrkir opið fyrir umsoknir 2024

Ferðastyrkir — opið fyrir umsóknir

Myndlistarmenn geta sótt um ferðastyrki til starfa og sýningahalds erlendis vegna tímabilsins í kringum oktober — janúar . Umsóknarfrestur er 1. október.

Styrkir

Fræ í óþekktum vötnum: Saga af plöntum og þrautseigju

Viðarstólpar, kalksteinn, múrsteinar og hvítt berg Istríu-skaga, hráefnin fjögur sem voru notuð til að byggja upp Feneyjar á Ítalíu, stað sem er skráður á Heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Það er hér sem ég bý á meðan á tveggja mánaða starfsnámi mínu við 60. Feneyjatvíæringinn stendur yfir. Samtöl fólks bergmála á þröngum götum þar sem líta má sögulegar freskur endurreisnartímans innan um byggingar frá miðöldum. Fegurðin, sem er á stundum yfirþyrmandi, veitir manni innblástur.

Feneyjatvíæringurinn
Kunstlerhaus Bethanien

Opið fyrir umsóknir: vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien

Myndlistarmiðstöð auglýsir eftir umsóknum um árslanga vinnustofudvöl í Künstlerhaus Bethanien, Berlín, frá íslensku myndlistarfólki og myndlistarfólki sem hefur sterka tengingu við íslenskt listalíf. Dvalartímabil er frá 1. maí 2025 – 15. apríl 2026.

Styrkir
Myndlist a islandi tolublod 1-3

Laus staða í ritstjórn Myndlist á Íslandi

Myndlist á Íslandi leitar að nýjum aðila í ritstjórn tímaritsins. Sem hluti af þriggja manna ritstjórn mun þessi einstaklingur nýta þekkingu sína og reynslu í að ritstýra og vinna að fimmta tölublaði tímaritsins, sem kemur út í mars 2025. Um er að ræða greidda verktakastöðu sem býður viðkomandi tækifæri til að hafa bein áhrif á efni og þróun tímaritsins. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við og rýna í orðræðu og hugmyndir samtímamyndlistar á Íslandi, sem og í alþjóðlegu samhengi, eða á samskeytum þessara sviða, á skapandi, drífandi og skilvirkan hátt.

Opin köll
Sigurður Guðjónsson, listamaður.

Sigurður Guðjónsson með einkasýningu í Linz

Sigurður Guðjónsson opnaði einkasýninguna Scopes of Inner Transit í Francisco Carolinum listasafninu í Linz í Austurríki, föstudaginn 30. ágúst. Sýningin stendur til 12. janúar 2025. Sýningarstjóri er Susanne Watzenboeck. Auk annarra verka eftir Sigurð á sýningunni er verkið Ævarandi hreyfing, sem sýnt var á Feneyjatvíæringnum árið 2022. 

Greinar og viðtöl
Margrét Bjarnadóttir - CHART 2024

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi á CHART 2024

Norræna listamessan CHART fer fram í Kaupmannahöfn helgina 29. ágúst - 1. september í ár. Þessi árlega listamessan verður sett í Charlottenborg við Kóngsins nýjatorg í miðborginni en einnig verða fjöldi viðburða í Tívolígarðinum. Þrjú gallerí á Íslandi taka þátt í messunni og fjöldi listamanna. Markmið messunnar í ár er að leiða saman alþjóðlega þekkta listamenn og nýja kynslóð rísandi stjarna. Á vegum BERG Contemporary sýna myndlistamennirnir Þórdís Erla Zoëga og John Zurier. i8 gallerí sýnir verk eftir tólf listamenn. Það eru Birgir Andrésson, Ingólfur Arnarsson, Ólafur Elíasson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Roni Horn, Callum Innes, Ragnar Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir, Karin Sander og Lawrence Weiner. Í bíósal verða ennfremur sýnd viðtöl við Ragnar Kjartansson, Roni Horn, Karin Sander og Sigurð Guðmundsson í samstarfi við Louisiana Channel. Þula gallerí sýnir verk eftir tvo listamenn, þau Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og Davíð Örn Halldórsson. Margrét Bjarnadóttir listakona sýnir sviðsverkið PEOPLE PLEASE á Kóngsins nýjatorgi á föstudegi og laugardegi. Með henni verður hópur af fólki sem mun ganga um torgið með mótmælaspjöld með textum eftir Margréti. 

Greinar og viðtöl

Draugagangur, fornar aftökuaðferðir og fleira fróðlegt

Ég er núna búin að dvelja í Feneyjum í 17 vikur og 2 daga. Á þeim tíma hefur þessi einstaklega óheimilislegi staður náð að verða að heimili mínu. Þegar ég fór frá Íslandi í apríl flutti ég úr íbúð í Hlíðunum sem ég hafði búið í síðastliðin 5 ár. Það er magnað hvað maður nær að sanka að sér drasli á 5 árum. Skúffur af ónýtum raftækjum, batterí sem maður er ekki viss hvort séu notuð. Skór sem lentu svo aftarlega í skápnum að maður gleymdi að maður ætti þá. Hin ýmsu eldhúsáhöld og tupperware box sem gestir hafa skilið eftir og gleymt að sækja í gegnum árin. Nú þegar ég hugsa út í það hef ég aldrei keypt mér tupperware box.

Feneyjatvíæringurinn

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur