Næsti sýningarstjóri Sequences er Daría Sól Andrews
Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. – 20. október 2025.
Auglýst eftir útgáfum frá 2024
Myndlistarráð kallar eftir útgáfum frá árinu 2024 sem tengjast myndlist
Þetta er mjög stór tala (Commerzbau)
Íslenski skálinn á Feneyjartvíæringnum 2024 — Hildigunnur Birgisdóttir
Einar Falur Ingólfsson
Útlit loptsins - Veðurdagbók
Hallgrímur Helgason
Usli
Samsýning / Group Exhibition
Innsýn, útsýn - Listasafn Íslands í 140 ár
Hreinn Friðfinnsson
Endrum og sinnum
Þórdís Jóhannesdóttir
Millibil
Finnbogi Pétursson
Parabóla
Woody Vasulka
The Brotherhood
Arngunnur Ýr
Kahalii
Sigurður Atli Sigurðsson
Allt mögulegt
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir
Urgandi framflæði
Umsóknarfrestir
Ferðastyrkir
Umsóknarfrestir eru þrisvar á ári: 1. febrúar, 1. júní og 1. október
Ferðastyrkir
Umsóknarfrestir eru þrisvar á ári: 1. febrúar, 1. júní og 1. október
Künstlerhaus Bethanien
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
Künstlerhaus Bethanien
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
Myndlistarsjóður
Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun 2025 verður tilkynntur síðar
Myndlistarsjóður
Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun 2025 verður tilkynntur síðar
International Studio & Curator Program
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
International Studio & Curator Program
Umsóknarfrestur fyrir dvöl árið 2026 verður tilkynntur síðar
Ráðstefna: Staða myndlistarstefnunnar
Menningarráðuneytið og Myndlistarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um stöðuna á aðgerðum í stefnu um málefni myndlistar á Íslandi. Aðalgestur ráðstefnunnar er Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og fyrrum safnstjóri Þjóðarlistasafns Danmerkur og rektor Listaháskóla Danmerkur. Bogh var einnig fenginn sem erlendur sérfræðingur þegar unnið var að skýrslu um stöðu Listasafns Íslands, sem er ein af 18 aðgerðum myndlistarstefnunnar. Stefnan var sett fram í fyrra og gildir til 2030 og inniheldur átján aðgerðir. Mörgum þeirra er lokið, aðrar eru í vinnslu og á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna á þeim. Ráðstefnan er haldin í Safnahúsinu á Hverfisgötu, mánudaginn 9. desember kl. 15:00-17:00.
Dagskrá
Kynning
Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands
Ávarp
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra
Aðalfyrirlesari
Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla
Menningarstefna: Endurskilgreining á söfnum í Danmörku og nýr skilningur á safnastarfi og möguleikum þess.
Kaffi
Kynning á myndlistarstefnunni
Dorothée Kirch, formaður verkefnahóps um gerð myndlistarstefnu og Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningarráðuneytinu
Aðgerðir Myndlistarmiðstöðvar
Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar
Aðgerðir Listasafns Íslands
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands
Feneyjatvíæringnum 2024 lokið
Lokadagur sýningar Hildigunnar Birgisdóttur, myndlistarmanns, í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum er sunnudagurinn 24. nóvember. Sýningin, "Þetta er mjög stór tala, (Commerzbau)", hefur staðið frá 19. apríl og fengið mjög góðar viðtökur. Sýningin verður sett upp í Listasafni Íslands í febrúar á næsta ári. Hildigunnur og Dan Byers, sýningarstjóri, hafa veitt fjölda viðtala á sýningartímanum og má sjá úrval þeirra á vefsíðu Myndlistarmiðstöðvar. Meðal annars birti Louisiana safnið í Danmörku viðtal við Hildigunni á hinum vinsæla miðli sínum Louisiana Channel og CHANEL Connects tók viðtal við hana í þekktum hlaðvarpsþætti. Á þessu sjö mánaða tímabili sem sýningin hefur staðið hafa íslenskir starfsnemar, listamenn og listfræðingar, gætt sýningarinnar, skrifað greinar um áhugaverðar sýningar á tvíæringnum og miðlað þeim í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu. Næsti tvíæringur í myndlist verður haldinn í Feneyjum árið 2026. Undirbúningur er þegar hafinn, verið er að undirbúa kynningu á listamanninum sem tekur við kyndlinum af Hildigunni. Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Dansað fyrir valdaskiptum
Fulltrúi Austurríkis á Feneyjartvíæringnum í ár er listakonan Anna Jermolaewa. Hún er fædd í Sovétríkjunum árið 1970 en flúði land nítján ára gömul og kom sér fyrir í Austurríki. Ástæðan var sú að hún var einn af stofnmeðlimum stjórnarandstöðuflokks þar í landi og einn ritstjóra blaðs sem var afar gagnrýnið á ríkjandi stjórnvöld. Jermolaewa og félagar hennar blönduðust þannig í sakamál þar sem þeim var gefið að sök að ýta undir andstöðu við valdhafana og fyrir að dreifa áróðri.
Óskað eftir hugmyndum
Nú er hægt að leggja til hugmyndir að tilnefningum til Íslensku myndlistarverðlaunanna, sem veitt verða í áttunda skipti í mars. Leitað er eftir hugmyndum að tilnefningum fyrir myndlistarmann ársins og einnig til hvatningarverðlaunanna.
Máttur inngildingar
Máttur inngildingar: Starfsemi Listvinnzlunnar og mikilvægi sýnileika fatlaðs listafólks
Seinustu ár hefur verið mikil framþróun þegar kemur að fjölbreytileika og aðgengi innan listheimsins sem sögulega hefur verið heldur einsleitur. Sýningarrými vestræna heimsins hafa nánast einungis verið fyllt af verkum eftir sís og gagnkynhneigða, ófatlaða hvíta karlmenn. Hugarfar þetta hefur þó verið að breytast og batna seinustu áratugi þökk sé einstaklingum og verkefnum sem hafa einbeitt sér að því að vinna að inngildingu innan listheimsins.
Næsti sýningarstjóri Sequences er Daría Sól Andrews
Myndlistartvíæringurinn Sequences mun fara fram í tólfta sinn dagana 10. – 20. október 2025. Daría Sól Andrews mun skapa litræna umgjörð hátíðarinnar.
Auglýst eftir útgáfum frá 2024
Myndlistarráð auglýsir eftir útgáfum frá árinu 2024 sem koma til greina fyrir Íslensku myndlistarverðlaunin, í flokknum viðurkenning fyrir útgefið efni.
Summation - Each Autonomous, and yet Together
Myndlistarsýningin Summation - Each Autonomous, and yet Together verður opnuð 24. október 2024 í Felleshus, sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín í tilefni af 25 ára afmæli sameiginlegs sendiráðahúss Norðurlandanna í Berlín. Tíu listamenn sýna á sýningunni, þar af tveir Íslendingar, þau Ásta Fanney Sigurðardóttir og Ragnar Kjartansson. Sýningarstjóri er Margrét Áskelsdóttir. Sýningin markar tímamót í norrænu samstarfi og stendur til 19. janúar 2025.
Þröskuldar á Feneyjatvíæringnum
Þessi grein endurspeglar upplifun höfundar af því að heimsækja sýninguna Thresholds á eyjunni La Certosa í Feneyska lóninu. Sýningin er hluti af þýska skálanum í ár í umsjón Çağla Ilk og er til sýnis til 24. nóvember.
Sum atvik og lýsingar eru uppspuni.
Fjárfesting í brúnni milli Íslands og Grikklands
Grísk-íslenska listahátíðin Head2Head fer fram víða um Reykjavík frá 11. október 2024.
Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!
Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!
Verkefni
Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi