Ubaldo

Melanie Ubaldo valin til vinnustofudvalar við ISCP

Melanie Ubaldo hefur verið valin úr hópi umsækjenda til vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við ISCP í New York.

Dvölin stendur frá yfir í þrjá mánuði árið 2025. Vinnustofudvölin veitir listamönnum aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja.

Tilkynningar

Myndlistarsýningar vítt og breitt um landið

Nú þegar sumarið er komið þá spretta myndlistarsýningar og hátíðir upp víða um land. Gaman að er þræða sýningar hringinn í kringum landið. Hér verður stiklað á stóru í því sem finna má á söfnum, sýningarstöðum og jafnvel utandyra í sumar.

Greinar og viðtöl
Berlinde De Bruyckere. City of Refuge III (2024)

Sagan sefar þunga sektarkennd

“Venice is like Disneyland” sagði gondólaræðarinn sem stýrði mér um síki Feneyja . Hann var klæddur í bláröndóttan bol, með ræðarahatt skreyttum lillafjólubláum pólíesterborða, eins og hann hafi stokkið úr teiknimynd, skopmynd af eigin menningu. “No one is going to live here in a few years”. Sektarkenndin yfir því að vera túristi í Feneyjum blómstraði í brjósti mér.

Greinar og viðtöl
safnasafnid

Sumarsýning Safnasafnsins í Out There hlaðvarpinu

Listamennirnir og stjórnarmeðlimir Safnasafnsins Gunnhildur Hauksdóttir og Unnar Örn eru gestir í síðasta þætti Out There hlaðvarpseríunnar sem að Myndlistarmiðstöð hefur staðið að baki síðastliðin þrjú ár. Gunnhildur og Unnar ræða sumar sýningu safnsins sem opnaði nýverið, þar er um að ræða yfir 13 nýjar sýningar.

Safnasafnið, höfuðsafn íslenskrar alþýðulistar, var stofnað 17. febrúar árið 1995, af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Hafa þau byggt upp myndarlega sýningaraðstöðu sem samanstendur af gamla barnaskólanum, sem jafnframt var þinghús Svalbarðshrepps, og kaupfélagshúsinu Gömlu-Búð sem reist var árið 1900 á Svalbarðseyri en flutt á safnlóðina 2006 og endurgert. Voru þessi tvö virðulegu hús síðan tengd saman með glæsilegri viðbyggingu og safnið opnað í núverandi mynd 2007 með 10 misstórum sölum og alls 474 fermetra sýningarrými. Stofnendum Safnasafnsins hefur á tveimur áratugum tekist það sem ólíklegt þótti, að færa alþýðulistina af jaðrinum inn að miðju og lokka jafnframt skólaða nútímalistamenn til heilladrjúgs samstarfs.

Hlaðvarp
MLS haust 2024

Opið fyrir haustumsóknir í myndlistarsjóð 2024

Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun myndlistarsjóðs 2024 er til kl. 16 mánudaginn 19. ágúst.

Styrkir

Sársauki sem spegill á Feneyjatvíæringnum

Þema Feneyjatvíæringsins að þessu sinni Stranieri Ovunque eða Ókunnugir alls staðar, í sýningarstjórn Adriano Pedrosa, skoðar þá átakanlegu almennu upplifun að vera einhvern veginn ‘utanaðkomandi’. Óvelkominn, útskúfaður, öðruvísi. Ítalska orðið straniero, sem þýðir á góðri íslensku útlendingur, kemur af orðinu strano sem getur þýtt annars vegar ókunnugur en hinsvegar skrítinn, eða undarlegur. Verkin á sýningunni fjalla því mörg hver um upplifun hinna ýmsu jaðarhópa; innflytjendur, hinsegin fólk, fatlað fólk, frumbyggja, fólk á flótta, fólk af hinum ýmsu kynþáttum sem hefur verið haldið niðri. Verkin eru því jafnvel oftar en ekki komandi frá listafólki sem er að skapa út frá sínum erfiðustu upplifunum og upp úr sínum sárustu sálarfylgsnum. Sýningin í ár er þar af leiðandi að mörgu leyti nokkuð þungbær og skilur mann ítrekað eftir með andvarp í brjósti og djúpstæða vonleysistilfinningu. En mín upplifun hefur einmitt alltaf verið sú að sterkustu verkin eru þau sem hafa áhrif á sálarlífið þitt. Láta þig finna fyrir einhverju. 

Greinar og viðtöl
Listahatid jonsi 2024

Listahátíð 2024 er að hefjast

Listahátíð mun fara fram í 29 sinn, frá 1.-16 júní. Dagskráin er stútfull með 38 fjölbreyttum myndlistarsýningum, sviðsverkum og tónleikum á höfuðborgarsvæði og víðsvegar um landið.

Greinar og viðtöl

Opið kall fyrir íslenska listamenn

Árið 2025 mun Huet Repolt residesían í Belgíu bjóða íslenskum listamanni búsettum á Íslandi til vinnustofudvalar. 

Opin köll
Giulia ANDREANI, La scuola di taglio e cucito, 2023, Giardini

Hið andlega sem sameiningartákn jaðarhópa

Feneyjartvíæringurinn er haldinn í 60 skipti í ár og er þema og titill hátíðarinnar Ókunnugir alls staðar (e. Foreigners Everywhere). Á samsýningum sýningarsvæðanna Arsenale og Giardini sem og í skálum þjóða er því víða varpað ljósi á fólksflutninga en einnig á hefðir og lifnaðarhætti innfæddra hvers lands. Þá nýta listamenn trúarhætti og hefðir í myndlistinni sem er til sýnis á Tvíæringnum til þess að skilgreina upplifun þeirra og auðkenni sem part af ákveðnum þjóðarhópi eða samfélagshópi. 

Greinar og viðtöl
Ferðastyrkir opið fyrir umsoknir 2024

Ferðastyrkir — opið fyrir umsóknir

Myndlistarmenn geta sótt um ferðastyrki til starfa og sýningahalds erlendis vegna tímabilsins í kringum júní — september 2024. Umsóknarfrestur er 1. júní.

Styrkir

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur