Myndlist a islandi tolublod 1-3

Laus staða í ritstjórn Myndlist á Íslandi

Myndlist á Íslandi leitar að nýjum aðila í ritstjórn tímaritsins. Sem hluti af þriggja manna ritstjórn mun þessi einstaklingur nýta þekkingu sína og reynslu í að ritstýra og vinna að fimmta tölublaði tímaritsins, sem kemur út í mars 2025. Um er að ræða greidda verktakastöðu sem býður viðkomandi tækifæri til að hafa bein áhrif á efni og þróun tímaritsins. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við og rýna í orðræðu og hugmyndir samtímamyndlistar á Íslandi, sem og í alþjóðlegu samhengi, eða á samskeytum þessara sviða, á skapandi, drífandi og skilvirkan hátt.

Opin köll
Sigurður Guðjónsson, listamaður.

Sigurður Guðjónsson með einkasýningu í Linz

Sigurður Guðjónsson opnaði einkasýninguna Scopes of Inner Transit í Francisco Carolinum listasafninu í Linz í Austurríki, föstudaginn 30. ágúst. Sýningin stendur til 12. janúar 2025. Sýningarstjóri er Susanne Watzenboeck. Auk annarra verka eftir Sigurð á sýningunni er verkið Ævarandi hreyfing, sem sýnt var á Feneyjatvíæringnum árið 2022. 

Greinar og viðtöl
Margrét Bjarnadóttir - CHART 2024

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi á CHART 2024

Norræna listamessan CHART fer fram í Kaupmannahöfn helgina 29. ágúst - 1. september í ár. Þessi árlega listamessan verður sett í Charlottenborg við Kóngsins nýjatorg í miðborginni en einnig verða fjöldi viðburða í Tívolígarðinum. Þrjú gallerí á Íslandi taka þátt í messunni og fjöldi listamanna. Markmið messunnar í ár er að leiða saman alþjóðlega þekkta listamenn og nýja kynslóð rísandi stjarna. Á vegum BERG Contemporary sýna myndlistamennirnir Þórdís Erla Zoëga og John Zurier. i8 gallerí sýnir verk eftir tólf listamenn. Það eru Birgir Andrésson, Ingólfur Arnarsson, Ólafur Elíasson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Roni Horn, Callum Innes, Ragnar Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir, Karin Sander og Lawrence Weiner. Í bíósal verða ennfremur sýnd viðtöl við Ragnar Kjartansson, Roni Horn, Karin Sander og Sigurð Guðmundsson í samstarfi við Louisiana Channel. Þula gallerí sýnir verk eftir tvo listamenn, þau Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur og Davíð Örn Halldórsson. Margrét Bjarnadóttir listakona sýnir sviðsverkið PEOPLE PLEASE á Kóngsins nýjatorgi á föstudegi og laugardegi. Með henni verður hópur af fólki sem mun ganga um torgið með mótmælaspjöld með textum eftir Margréti. 

Greinar og viðtöl

Draugagangur, fornar aftökuaðferðir og fleira fróðlegt

Ég er núna búin að dvelja í Feneyjum í 17 vikur og 2 daga. Á þeim tíma hefur þessi einstaklega óheimilislegi staður náð að verða að heimili mínu. Þegar ég fór frá Íslandi í apríl flutti ég úr íbúð í Hlíðunum sem ég hafði búið í síðastliðin 5 ár. Það er magnað hvað maður nær að sanka að sér drasli á 5 árum. Skúffur af ónýtum raftækjum, batterí sem maður er ekki viss hvort séu notuð. Skór sem lentu svo aftarlega í skápnum að maður gleymdi að maður ætti þá. Hin ýmsu eldhúsáhöld og tupperware box sem gestir hafa skilið eftir og gleymt að sækja í gegnum árin. Nú þegar ég hugsa út í það hef ég aldrei keypt mér tupperware box.

Greinar og viðtöl
CLAIRE FONTAINE. Foreigners Everywhere, (2024)

Vígtennt hvíld frá listinni

Ég er Íslendingur sem býr í ítalskri borg. Fjarri frá nístingskulda Íslands sleiki ég sólina og gelato. Það er hásumar og ég er umkringd dýrindis mat, drykkjum og umfram allt, list. Samt hefur seinustu dögum verið eytt í hámhorf á sjónvarpsþættinum The Vampire Diaries. 

Greinar og viðtöl
staff portrait

Áslaug Guðrúnardóttir nýr kynningarstjóri

Áslaug Guðrúnardóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri hjá Myndlistarmiðstöð.  

Tilkynningar
MLS fjarvinnustofur haust 2024

Myndlistarsjóður: fjarvinnustofur fyrir haustúthlutun 2024

Myndlistarmiðstöð býður upp á fjarvinnustofur fyrir umsóknagerð í myndlistarsjóð.

Styrkir
Ubaldo

Melanie Ubaldo valin til vinnustofudvalar við ISCP

Melanie Ubaldo hefur verið valin úr hópi umsækjenda til vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við ISCP í New York.

Dvölin stendur frá yfir í þrjá mánuði árið 2025. Vinnustofudvölin veitir listamönnum aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja.

Tilkynningar

Myndlistarsýningar vítt og breitt um landið

Nú þegar sumarið er komið þá spretta myndlistarsýningar og hátíðir upp víða um land. Gaman að er þræða sýningar hringinn í kringum landið. Hér verður stiklað á stóru í því sem finna má á söfnum, sýningarstöðum og jafnvel utandyra í sumar.

Greinar og viðtöl

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur