Silent Archibionts

Alicja Kwade

Alicja Kwade, Archibiont, 2025

Einkasýning Alicja Kwade, Silent Archibionts, opnar 24. júlí næstkomandi og stendur til 6. september. Á sýningunni, sem er fjórða einkasýning listamannsins í i8, er aðeins eitt verk: stór skúlptúr sem ber titilinn Archibiont (2025). Svartur duftlakkaður stálrammi verksins tekur á sig lífræn form þegar hann umbreytist í hrjúf tré og dýrahorn úr bronsi með patínu.

Á ferli sínum hefur Alicja Kwade kannað undirstöðuatriði vísinda, stærðfræði og heimspeki. Þrátt fyrir að draga viðteknar hugmyndir um efnisheiminn og skynjun okkar á honum í efa beinir listamaðurinn sjónum sínum að lögmálum himingtunglanna sem og þeirra jarðnesku. Til þess hefur hún þróað sjónrænt mál sem hún beitir einnig til að skoða skörun myndlistar og náttúru. Ævarandi leit mannkynsins að merkingu og viðleitni þess til að henda reiður á frumkrafta lífsins undirstrikar innbyggðar ráðgátur alheimsins: margar hverjar enn óleystar en eru í stöðugri listrænni og vísindalegri endurskoðun.

Í Archibiont leitar listamaðurinn fanga í ótal hugmyndir um arkitektúr, líffræði og frumspeki. Einna helst má greina í innsetningunni áhrif kenningar Aristótelesar um að náttúrulegir hlutir séu samsetning efnis og forms en með henni reyndi hann að svara hvað umbreytingar séu og hvernig þær eigi sér stað. Ásamt því að beina spjótum sínum að ögurstund umbreytingarinnar notar Alicja brons sem miðil til að varðveita náttúruleg form yfir langan tíma. Þannig endurspeglar spennan milli yfirnáttúrulegra þátta í Archibiont mótsagnakennda eiginleika náttúruafla og varpar ljósi á andstæður innan síbreytilegra grunnlögmála reglu, fegurðar og glundroða.

Alicja Kwade (f. 1979, Katowice, Poland), býr og starfar í Berlín, Þýskalandi. Hún vinnur þvert á miðla, þá einna helst með innsetningar, skúlptúr, verk á pappír og vídeó. Árið 2022 var árslanga sýning hennar In Relation to the Sun, to Sequences of Events within 8016 hours sú fyrsta sinnar tegundarí i8 Granda. Meðal annarra nýlegra einkasýninga má nefna sýningar í Tai Kwun Contemporary í Hong Kong, Museum Voorlinden í Wassenaar, Berlinische Galerie í Berlín, Langen Foundation í Neuss, MIT List Visual Arts Center í Cambridge, Dallas Contemporary, Centre de Création Contemporaine Olivier Debré í Tours, Blueproject Foundation í Barcelona, ESPOO Museum of Modern Art, Kunsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn, Fondazione Giuliani í Róm, Museum Haus Konstruktiv í Zurich, YUZ Museum í Shanghai og de Appel Arts Centre í Amsterdam. Árið 2019 var Kwade boðið að gera verk fyrir þakgarð Metropolitan Museum of Art og  á árunum 2015-2016 bauð Public Art Fund Kwade að gera innsetninguna Against the Run, í Central Park í New York.

Listamaður: Alicja Kwade

Dagsetning:

24.07.2025 – 06.09.2025

Staðsetning:

i8 Gallerí

Tryggvagata 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – lau: 12:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5