i8 Gallerí

i8 gallerí

Á undanförnum 28 árum hefur i8 sameinað 23 innlenda og erlenda listamenn sem starfa á alþjóðlegum vettvangi myndlistar. Listafólkið vinnur á ólíka máta í fjölmörgum miðlum t.a.m. skúlptúr, málverk, teikningar, vídeó, textíl, innsetningar og gjörninga, en áherslan á hugmyndalist og vitsmunaleg nálgun þeirra tengir þennan fjölbreytta hóp.  Árið 1995 stofnuðu þau Edda Jónsdóttir og sonur hennar Börkur Arnarson i8 gallerí og dregur það nafn sitt frá upprunalegri staðsetningu þess við Ingólfsstræti 8. Galleríið flutti á núverandi stað á Tryggvagötu 16 árið 2009. Galleríið gegndi mikilvægu hlutverki í opnun Marshallhússins á Granda, árið 2017, og tók þátt í að gera upp gömlu síldarvinnsluna frá 1948 sem nú hýsir fjögur myndlistarrými, veitingastaðinn La Primavera og stúdíó Ólafs Elíassonar. Árið 2022 stofnaði i8 sitt annað sýningarrými í Marshallhúsinu undir nafninu i8 Grandi sem stendur fyrir einkasýningum sem standa í heilt ár. Fyrsta árið sýndi Alicja Kwade og þar á eftir var sýningin Cast of Mind eftir B. Ingrid Olson sem stendur út árið 2023.  

Staðsetning:

Tryggvagata 16, 101 Reykjavík

Vefsíða:

Merki:

GalleríHjólastólaaðgengiEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Mið – lau: 12:00 – 17:00

Fimmtudagurinn langi opið til kl. 21:00

Tilnefningar 2021 Margrét Blöndal

Margrét Blöndal, Loftleikur, 2020

Islensku myndlistarverdaunin 2020: Ragnar Kjartansson fyrir Fígúrur í landslagi í i8.

Ragnar Kjartansson, Fígúrur í landslagi, 2019

Ólafur Elíasson, Beyond Human Time, 2020

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur