Fyrir haustúthlutun myndlistarsjóðs 2025 býður Myndlistarmiðstöð upp á ráðgjöf fyrir umsækjendur með nokkrum leiðum.
Fjarvinnustofur
Haldnar verða fjórar fjarvinnustofur, bæði fyrir nýliða og reyndari umsækjendur:
miðvikudaginn 18. júní kl. 10:00-11:00
miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13:00-14:00
miðvikudaginn 13. ágúst kl. 10:00-11:00 (á ensku)
miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13:00-14:00
Vinnustofurnar fara fram á netinu, Google Meet. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.
Hámarksfjöldi 20 manns og lengd er 50 mín.
Kynning fyrir nýja umsækjendur
Miðvikudaginn 11. júní kl. 16:30 verður haldin kynning á myndlistarsjóði sniðin að þörfum þeirra sem eru að sækja um í fyrsta skipti. Farið verður yfir helstu áherslur sjóðsins, umsóknareyðublaðið, textagerð, kostnaðaráætlun, fjármögnun og fylgiskjöl. Í lokin verður opnað fyrir spurningar og vangaveltur.
Kynningin verður haldin í húsnæði Myndlistarmiðstöðvar, Austurstræti 5, 4. hæð.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að melda sig á fundinn hér.
Hafa samband
Auk þess sem hægt er að hafa samband símleiðis, mánudaga til fimmtudaga milli kl 10 - 16 og með tölvupósti info@myndlistarsjodur.is
Umsóknarfrestur haustúthlutun myndlistarsjóðs 2025 er til kl. 16 mánudaginn 18. ágúst.
Sýniseintak af umsóknarforminu er aðgengilegt hér.
Nánari upplýsingar: www.myndlistarsjodur.is