Hnattferðir

Dana Engfer

LG // Litla Gallerý  - Dana Enfer 2025

Í íslenskri fornbókabúð finnur Dana Engfer eintak af bókinni Hnattferðir – ritgerð um geimferðalög milli pláneta sem Ary Sternfeld skrifaði síðla á sjötta áratug tuttugustu aldar. Með því að fá titilinn að láni fyrir sýninguna sína og á sama tíma skreyta bókina með eigin analóg- og Polaroid-ljósmyndum víkkar listakonan verkið út og skrifar persónulega reynslu sína yfir það og fléttar saman víddum tíma og rýmis.

Hnattferðir Engfers er varfænisleg afhjúpun laga og söfnun menja, söfnunaraðferð sem forðast skjót svör og opnar rými fyrir hugsun og spurningar um hvað við sjáum og hvernig við sjáum. Sýningin nálgast sögulegt efni og einstakar minningar með fálmkenndum hreyfingum, brýtur allt niður, setur brotin aftur saman og leyfir þeim að tala saman. Þannig skapar Engfer frásögn sem gerir huglæga skráningaraðferð áþreifanlega. Niðurstaðan er form þar sem fortíð og nútíð leggjast saman í ljóðrænu samlífi.

Ljóðræni þátturinn og hinn fíngerði samvafningur mismunandi veruleika mótast á djúpstæðan hátt af tengslum hennar við Ísland. Verkin sem sýnd eru endurspegla kannanir og rannsóknir listakonunnar á meðan á tveggja mánaða dvöl hennar í SÍM Residency Reykjavík árið 2024 stóð. Þar á meðal eru sögulegar ljósmyndir frá íslenskum ljósmyndurum frá 19. og 20. öld sem hún fann í skjalageymslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Á þær setur Engfer yfirgefna sniglakuðunga og leyfir vaxtarhringum þeirra að verða að spírölum minninganna og tengir þá þannig viðfangsefni myndanna sem þeir eru festir á. Þessi samsetning skapar annars konar vitnisburð, net sem ekki er lengur hægt að rekja upp í einstaka þræði sína en, borið uppi af eðlislegum forgengileika okkar allra, virkar samt sem áður spyrjandi, skammvinnt og viðkvæmt.

Með þessu, og með sýningunni sjálfri, býður Dana Engfer upp á safn í öllum regnbogans litum þar sem fortíð og nútíð, heimildir og minningar mætast og glitra á stöðugt breytilegum flötum.

Dana Engfer (f. 1981) er þverfagleg listakona frá Berlín. Hún lærði myndlist við Universität der Künste í Berlín, Listaháskóla Íslands og École des Beaux-Arts París með Christian Boltanski áður en hún útskrifaðist sem meistaranemi frá Universität der Künste í Berlín árið 2007. Í hverju verki notast hún við fjölbreytta miðla eins og teikningu, klippimyndir, ljósmyndun, myndbönd og bækur. Engfer lítur á sig sem safnara ýmssa tímamenja, minninga og millibilsástanda og túlkar andrúmsloft og sögur ákveðinna umhverfa með því að blanda saman minningum, skáldskap og heimildum. (Text: Katharina Kiening)

Sérstök sýningaropnun verður fimmtudaginn 28. ágúst frá 18:00-20:00 og allir hjartanlega velkomnir!

Aðrir opnunartímar:

Fös. 29. ágúst 14:00 - 18:00

Lau. 30. ágúst 12:00 - 17:00

LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd

Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins

Listamaður: Dana Engfer

Sýningarstjóri: Elvar Gunnarsson

Dagsetning:

28.08.2025 – 30.08.2025

Staðsetning:

LG // Litla Gallerý

Strandgata 19, 220 Hafnarfjörður, Iceland

Merki:

HöfuðborgarsvæðiðViðburðurSýning

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5