Skipað hefur verið í nýtt myndlistarráð til næstu þriggja ára, eða til 30. júní 2028.
Formaður ráðsins er Sigrún Hrólfsdóttir, skipuð af menningarráðherra án tilnefningar.
Aðrir aðalmenn í ráðinu:
Birgir Snæbjörn Birgisson, varaformaður, tilnefndur af SÍM
Anna Hallin, tilnefnd af SÍM
Æsa Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Listfræðafélagi Íslands
Dorothée Maria Kirch, tilnefnd af Listasafni Íslands
Verkefni
Hlutverk myndlistarráðs er að vera ráðherra og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni myndlistar. Hlutverk sitt samkvæmt lögum þessum rækir ráðið meðal annars með því að:
Veita umsögn um þau mál sem ráðherra vísar til þess.
Gera tillögu til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi myndlistarsjóðs til þriggja ára í senn.
Úthluta árlega styrkjum úr myndlistarsjóði.
Stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og myndsköpun þeirra hér á landi og erlendis.
Efla alþjóðlegt samstarf íslenskra myndlistarmanna og stofnana.
Sinna öðrum verkefnum sem falla undir hlutverk þess eða ráðherra kann að fela því.