Í lággróðrinum

Samsýning / Group Exhibition

Gústav Geir Bollason_Blóm undir húð_Flowers Under Skin_2020-21.JPG

Í sýningunni Í lággróðrinum er grafist fyrir um flókin tengsl okkar við land, haf, skóg, plöntulíf og þann kyrrláta lífskraft sem gjarnan leynist undir niðri. Hér er hlustað eftir leiðum til að tengjast heiminum – þá sérstaklega í gegnum áferð og hverfulleika lággróðursins – sem spretta upp úr persónulegri reynslu, menningarminni og líkamlegri visku.

Slíkri þekkingu hefur löngum verið haldið á lofti innan þekkingarkerfa innfæddra. Hún á sér rætur í tilteknum stöðum, tungumálum og lífsháttum. Frá sögulegu sjónarhorni hafa slíkar hefðir þó iðulega verið settar til hliðar við ríkjandi heimsmynd, sem er sögð algild en er þó mótuð af hugsunarhætti akademíunnar, nýlenduvelda og auðlindanáms. Við göngumst við því að þessi þekking er hvorki stöðnuð né tilheyrir hún fortíðinni; þvert á móti einkennist hún af aðlögunarhæfni og seiglu - bregst stöðugt við brýnustu málum samtímans.

Sýningin Í lággróðrinum er ekki fastmótað landsvæði heldur lifandi og marglaga vistkerfi þar sem upplifa má harm, andspyrnu, umbreytingu og skynþekkingu. Þessi stef nálgast listafólkið frá fjölbreyttum en þó samofnum sjónarhornum. Sum vinna náið með lífrænan efnivið eða ritúöl og grundvalla listsköpun sína  staðbundið, í minni og líkamlegri návist. Önnur þeirra afbyggja skynræna þröskulda og nota hið óhlutstæða eða ljóðræna til að laða fram það sem liggur falið undir tungumálinu og því sem liggur í augum uppi. Í verkum þeirra birtist þessi „lággróður‟ hvort tveggja sem eiginlegt og óeiginlegt rými sem einkennist af hnignun og endurnýjun, dreggjum sögunnar sem og tilfinningalegri dýpt og þrautseigju – svæði þar sem ríkjandi strúktúrar taka að gliðna og ný tengsl geta fest rætur í síendurtekningu.

Listamenn eru: Alanis Obomsawin (Abenaki, US/CA), Edda Karólína Ævarsdóttir (IS), Eva Ísleifs (IS), Gústav Geir Bollason (IS), Hallgerður Hallgrímsdóttir (IS), Nancy Holt (US), Ragna Róbertsdóttir (IS), Regn Evu (IS), Sigrún Hrólfsdóttir (IS), Sigurður Guðmundsson (IS), Tuija Hansen (CA), Vikram Pradhan (IN/IS) & Wiola Ujazdowska (PL/IS)

Listamaður: Samsýning / Group Exhibition

Sýningarstjórar: Becky Forsythe, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir

Dagsetning:

28.06.2025 – 10.08.2025

Staðsetning:

ARS Longa – Samtímalistasafn

Vogaland 5, 765 Djúpivogur, Iceland

Merki:

AusturlandSýning

Opnunartímar:

Sjá vefsíðu

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5