Samspil

Group Exhibition / Samsýning

Samspil

Sýningin Samspil er afrakstur þess að bjóða ungmennum af erlendum uppruna að sækja listvinnustofu í Listasafninu á Akureyri. Í vinnustofunni fá þau innblástur úr völdum verkum úr safneigninni og vinna eigin verk undir handleiðslu starfandi listamanna. Í ferlinu fá þátttakendur tækifæri til að efla þekkingu sína, tjá sig í gegnum listina á eigin forsendum og koma Sjónarmiðum sínum á framfæri. Þeir kynnast jafnframt listsköpunarferlinu frá upphafi til enda; frá því að hugmynd fæðist þar til afraksturinn er settur upp á sýningu. Listamennirnir Brák Jónsdóttir og Þórir Hermann Óskarsson stjórna vinnunni með áherslu á sköpun og sjálfstæði.

Með verkefni sem þessu vill Listasafnið ná til breiðari hóps safngesta og hvetja ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til virkrar þátttöku í menningarstarfi. Tryggja þarf aðgengi að menningu fyrir alla þjóðfélagshópa, því fjölbreytni í menningarlífi styrkir samfélagið.

Listamaður: Group Exhibition / Samsýning

Dagsetning:

24.02.2024 – 18.08.2024

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

Daily 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur