Is Infinity an Event?
Roni Horn

Á sýningunni eru tólf verk úr seríunni „An Elusive Red Figure...“, safni af 33 pöruðum bleksprautuprentum sem fyrst voru sýnd í Zürich árið 2023. Serían er unnin í framhaldi af verkinu „LOG (22. mars 2019 – 17. maí 2020)“ frá 2021 en „An Elusive Red Figure...“ samanstendur bæði af verkum sem unnin eru upp úr efni „LOG“ sem og nýjum teikningum, þar á meðal tilvitnunum, klippimyndum, ljósmyndum, frjálslegum athugasemdum, athugasemdum um fréttir og veðurfar og frumsömdum texta eftir Horn. „LOG“, sem var fyrst sýnd hjá Hauser & Wirth í New York árið 2021, er stór innsetning sem samanstendur af 406 einstökum verkum á pappír. Verkið var afrakstur daglegrar teiknivinnu sem Horn vann að í fjórtán mánuði. Teikning hefur verið skilgreinandi þáttur í listsköpun Horn frá níunda áratugnum og „An Elusive Red Figure…“ er táknræn fyrir samband Horn við miðilinn, sem hún hefur lýst sem „eins konar daglegri öndunarstarfsemi.“ Á meðan Horn vann teikningar á pappír sem áttu eftir að verða að pöruðum bleksprautuprentm fyrir „An Elusive Red Figure…“ lýsti hún atburðum eins og veðri, einkalífi og öllu athyglisverðu sem henni datt í hug eða kom henni fyrir sjónir á þeim tíma.
Roni Horn (f. 1955) býr og starfar í New York. Hún stundaði nám við Rhode Island School of Design árið 1975 og útskrifaðist með masters gráðu í skúlptúrgerð frá Yale University árið 1978. Á ferli sínum hefur hún lagt áherslu á hugmyndalist, þá einna helst á sviði ljósmyndunar, skúlptúrgerðar, bókaútgáfu og teikninga. Síðan 1975 hefur Roni Horn ferðast víða um afskekktari hluta landsins – einveran hefur haft djúpstæð áhrif á líf hennar og störf. Bókmenntir og mikill lestur hefur einnig sett svip sinn á verk hennar í hinum ýmsu miðlum. Skúlptúrarnir eru oft paraðir saman eða tvöfaldaðir en það á sömuleiðis við um teikningar og
ljósmyndir. Verk hennar er að finna í virtum safneignum svo sem Museum of Modern Art í New York, Louisiana Museum of Modern Art í Humlebæk, Samsung Museum of Art í Seoul, Stedeleijk Museum í Amsterdam, Foundation Jumex í Mexikóborg, Los Angeles County Mseum of Art í Kaliforníu og Solomon R. Guggenheim Museum í New York, ásamt fleirum.
Meðal nýlegra einkasýninga hennar má nefna sýningar í Tate Modern í London, Whitney Museum of American Art í New York, Centre Pmpidou í París, Kunsthaus Bergenz, Kunsthalle Hamburg, Kunsthalle Basel, Fundació Joan Miró í Barcelona, De Pont Foundation í Tilburg, Foundation Beyeler í Riehen, Glenstone Museum Potomac, Pinakothek der Moderne í Munchen, The Drawing Institute at The Menil Collection í Houston, Pola Museum of Art í Hakone, Bourse de Commerce-Pinault Collection í París, Winsing Arts Foundation í Taipei, Centro Botín í Santander, He Art Museum í Guangdong, Museum Ludwig í Köln og Louisiana Museum of Modern Art í Humblebæk.
Listamaður: Roni Horn