Diedrich Diedrichsen

Diedrich Diederichsen, prófessor við listaakademíuna í Vínarborg, er fyrsti gestur fyrirlestrarraðarinnar Umræðuþræðir á árinu 2015.

Diedrich Diedrichsen

When Did Contemporaneity Start? The Problems of a Degree Zero and the case of 1960

Hvenær hófst samtíminn?

Diedrich Diederichsen, prófessor við listaakademíuna í Vínarborg, er fyrsti gestur fyrirlestrarraðarinnar Umræðuþræðir á árinu 2015.

Fyrirlestur Diederichsens nefnist „When Did Contemporaneity Start? The Problems of a Degree Zero and the case of 1960“. Í fyrirlestrinum fjallar hann um hugtakið „samtímalist“ og veltir upp spurningum sem varðar tímabilið í listasögunni er kennt hefur verið við samtímann”. Þá mun Diederichsen beina sjónum að árinu 1960 sem hugsanlegum upphafspunkti samtímalistarinnar.

Diedrich Diederichsen (f. 1957 í Hamborg) er einn afkastamesti menningarrýnir Þýskalands, en hann fæst jöfnum höndum við skrif um tónlist, samtímalist, kvikmyndir, leikhús, hönnun og pólitík. Diedrich var blaðamaður, ritstjóri og útgefandi hjá hinum virtu tónlistarblöðum Sounds og Spex á níunda áratug síðustu aldar. Frá byrjun tíunda áratugarins hefur hann m.a. kennt við háskóla í Stuttgart, Pasadena, Offenbach am Main, Munchen, Köln, Los Angeles og Gainesville. Hann var prófessor við Merz akademíuna í Stuttgart á árunum 1998 til 2007 og hefur síðan 2006 verið prófessor við listaakademíuna í Vínarborg. Diedrich skrifar reglulega í helstu tímarit og dagblöð Þýskalands en auk þess hafa birst eftir hann greinar í blöðum á borð við Artscribe, Artforum og Frieze. Nýlegar bækur eftir Diederichsen er meðal annarra: Über Pop-Musik (Köln: Kiepenheuer & Witsch, 2014), The Whole Earth: California and the Disappearance of the Outside (Berlin/New York: Sternberg Press, 2013) og The Sopranos (Zürich: diaphanes-booklet 2012). Diedrich Diederichsen býr og starfar í Berlin og Vínarborg.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur