Dorothee Richter

Fyrsti gestur ársins 2019 í röð Umræðuþráða er Dr. Dorothee Richter

Talk Series Dorothee Richter

Fyrirlesturinn fór fram á ensku og bar heitið Artistic and Curatorial Turns, Care and Accelerated Capitalism. From the Sixties to Contemporary Practices in Feminist Perspectives. A Tour de Force.

Dr. Dorothee Richter er prófessor í samtíma sýningarstjórnun. Frá árinu 2005 hefur hún verið yfir framhaldsnáminu í sýningarstjórnun (MAS/CAS), www.curating.org, í Listaháskólanum í Zurich (ZHdK). Hún stofnaði einnig „PhD in practice in curating” sem er samstarfsverkefni framhaldsnámsins í sýningarstjórnun og myndlistardeildar Háskólans í Reading, en verkefnið er fjármagnað af Swissuniversities. Hún gegnir einnig stöðu prófessors í Háskólanum í Reading í Bretlandi. Frá árinu 1999 til ársloka 2003 var Dorothee listrænn stjórnandi Künstlerhaus Bremen, þar sem hún stóð fyrir gagnrýninni sýningardagsrá byggðri á feminískum viðfangsefnum, þéttbýlisaðstæðum, valdatengdum viðfangsefnum og stofnanagagnrýni. Hún starfar enn sem sýningarstjóri. Nokkur af sýningarverkefnum hennar eru: New Social Sculptures at Kunstmuseum Thun, (2012) Speculative Curating, Performative Interventions, Migros Museum, Zürich (2016/17), þessa stundina stýrir hún einnig verkefnarýminu OnCurating (http://oncurating-space.org/). Hún er ritstjóri www.OnCurating.org, sem er tímarit, gefið út á netinu og í prenti, sem fjallar um sýningarstjórnun og kenningar hennar. Í doktorsnámi sínu fjallaði Dorothee um Flúxus list, “Fluxus: Art – Synonymous with Life? Myths about Authorship, Production, Gender and Community”. Árið 2013 kom út mynd sem hún gerði ásamt Ronald Kolb: Flux Us Now! Fluxus explored with a camera, sem var frumsýnd í Staatsgalerie í Stuttgart sama ár, í Migros safninu í Zurich, og í ýmsum Evrópskum listaháskólum og söfnum, sjá www.fluxusnow.net.

Heimsókn Dr. Dorothee Richter var í boði Goethe-Institut.

Artistic and Curatorial Turns, Care and Accelerated Capitalism. From the Sixties to Contemporary Practices in Feminist Perspectives. A Tour de Force. Dorothee Richter, 31. janúar 2019

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur