Fyrri úhlutun úr myndlistarsjóði 2018

16.08.2018
Katrín Sigurðardóttir, Bouvetoya, 2015 – The High Line, New York,.

Myndlistarráð úthlutaði 22 millj. kr. í styrki til 55 verkefna í fyrri úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 171 umsókn og sótt var um alls 151,8 millj. kr.

Styrkir til sýningarverkefna voru 37 talsins að heildarupphæð 15,4 millj.kr., þar af fóru 13 styrkir til minni sýningarverkefna og 22 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 1,5 millj. kr., hlaut Katrín Sigurðardóttir og bæði Kling og Bang og Myndhöggvarafélagið hlutu styrki til sýninga að upphæð 1 millj. kr. hvor.

Þar að auki veitir myndlistarráð 6 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,8 millj. kr., 11 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 4,4 millj. kr. Tvö verkefni hlutu styrk til annarra verkefna, hvort um sig að upphæð 200 þúsund kr.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni var skipað:

Margréti Kristínu Sigurðardóttir, formanni myndlistarráðs, Guðna Tómassyni f.h. listfræðifélagsins, Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur f.h. SÍM

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Dagný Heiðdal, Guðrún Erla Geirsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Magnús Gestsson og Sara Riel

Myndatexti:

Katrín Sigurðardóttir, Bouvetoya, 2015 – The High Line, New York, myndin er birt með leyfi listamannsins

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur