Íslensku myndlistarverðlaunin 2022

02.12.2021
MLV opið fyrir tillögur 2022

Opnað hefur verið fyrir tillögur til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022.

Verðlaunin verða veitt í fimmta skipti í mars 2022 og hægt er að tilnefna til miðnættis 7. janúar. Myndlistarráð stendur að verðlaununum sem hafa þann tilgang að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi. Verðlaununum er ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra.

Tillögur til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og Hvatningarverðlaun ársins.

Aðalverðlaun, 1 milljón króna, eru veitt íslenskum myndlistarmanni eða myndlistarmanni með búsetu á Íslandi sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á síðastliðnu myndlistarári, 2021. Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, verða veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur