Kristín Helga Ríkharðsdóttir hlýtur vinnustofudvöl í ISCP

14.06.2023
Kristín Helga Ríkharðsdóttir at ISCP

Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda til þriggja mánaðar vinnustofudvalar á vegum Myndlistarmiðstöðvar við International Studio & Curatorial Program (ISCP) í New York. Dvölin stendur frá júní til ágúst 2024. Þau sem dvelja hjá ISCP fá aðgang að neti alþjóðlegra listamanna og sýningarstjóra. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Styrkurinn tekur til vinnustofudvalar, en ekki framfærslukostnaðar. Dvölin er fjármögnuð af Myndlistarráði.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir (f. 1993) útskrifaðist með BFA gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2016 og MFA gráðu í myndlist við New York University Steinhardt Janúar 2022. Auk þess að fara í skiptinám í Universität der Künste Berlin árið 2015. Kristín hefur verið virk í listalífi á Íslandi og erlendis. Hún hefur meðal annars sýnt í Hafnarborg, Mutt Gallery, 80WSE í New York og Nýlistasafninu.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir at ISCP

Kristín Helga Ríkharðsdóttir: Please wait, 2021.

Kristín Helga Ríkharðsdóttir at ISCP

Kristín Helga Ríkharðsdóttir: Volcano series, on-going project.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur