Listasafn Reykjavíkur kynnir Myndlistina okkar

21.04.2023
Listasafn Reykjavíkur kynnir Myndlistina okkar

Í tilefni af 50 ára afmæli vígslu Kjarvalsstaða undirbýr Listasafn Reykjavíkur sýninguna Myndlistin okkar þar sem valin verk út safneign verða til sýnis.

Valferlið er opið öllum og hægt er að taka þátt í opinni kosningu í gegnum gáttina: https://betrireykjavik.is/community/9179

Kosningin stendur yfir til 1. júní n.k. og er hægt að velja eins mörg listaverk og hver vill.

Þau verk sem fá flest atkvæði verða sett upp á sýningunni Myndlistin okkar sem opnar á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt þann 19. ágúst.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur