Myndlistarhátíðin HEAD2HEAD

01.11.2021
HEAD2HEAD

Kling & Bang í Reykjavík og A – DASH í Aþenu standa að myndlistarhátíðinni HEAD2HEAD sem opnar í Aþenu 5.-7. nóvember 2021.

Um er að ræða eina stærstu myndlistarhátíð listamannarekinna rýma í Aþenu og hafa sjaldan jafn margir íslenskir listamenn komið saman og sýnt verk sín á erlendri grundu. Opnaðar verða sýningar 45 grískra og íslenskra myndlistamanna í 11 listamannareknum sýningarýmum víðsvegar um borgina.

Hátíðin er fyrsti liðurinn í tveggja þátta sýningarverkefninu HEAD2HEAD sem fer fram í Aþenu dagana 5. – 14. nóvember 2021 og einnig haustið 2023 í Reykjavík.

UM HEAD2HEAD

HEAD2HEAD er samstarfsverkefni Kling & Bang og A – DASH sem leitast við að búa til nýjar tengingar, möguleika og sambönd landanna á milli.​​​​ Tilefnið er ærið enda eiga löndin tvö það sameiginlegt að myndlistarsenur þeirra eru drifnar áfram af kröftugu framtaki listamanna og listamannareknum rýmum. Frá árinu 2018 hafa Kling & Bang og A – DASH unnið í nánu samtali við 11 listamannarekin sýningarými um gerð verkefnisins, þau eru: ΎΛΗ[matter]HYLE, Stoa 42, Keiv, Backspace, PS:, One Minute Space, Sunday Narratives, Eight / To ΟΧΤΩ, 3 137, Space 52 og Zoetrope.Verkefnið verður jafnframt speglað á Íslandi árið 2023 þegar grískum listamönnum verður boðið að sýna ásamt íslenskum listamönnum í listamannareknum sýningarrýmum í Reykjavík.

OPNUNARHELGIN 5 – 7 NÓVEMBER

Hápunktur HEAD2HEAD er opnunarhelgi sýningarverkefnisins dagana 5, 6, og 7. nóvember víðsvegar um Aþenu og er sýningaropnunum raðað niður á daga eftir hverfum. Byrjað verður á einum sýningarstað og farið svo á þann næsta og þannig koll af kolli. Samhliða hefðbundnum sýningaropnunum verða gjörningakvöld og uppákomur víðsvegar um borgina.

Smellið hér til að sjá kort af sýningasvæðinu

LISTAMENNIRNIR SEM SÝNA Á HEAD2HEAD Í AÞENU ERU:

Almar Atlason, Alexandra Saliba, Andreas Brunner, Anastasis Palagis Meletis, Anna Papathanasiou, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Eleni Papazoglou, Elísabet Brynhildardóttir, Erling T.V. Klingenberg, Erica Scourti, Eva Ísleifs, Florence Lam, Giorgos Tserionis, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Konstantinos Kotsis, Konstantinos Yiotis, Kosmas Nikolaou, Logi Leó Gunnarsson, Marina Velisioti, Nikulás Stefán Nikulásson, Petros Papanas, Ragnar Kjartansson, Rakel McMahon, Rebecca Erin Moran, Sara Riel, Selma Hreggviðsdóttir, Sigurður Atli Sigurðsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Styrmir Örn Guðmundsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sigurður Ámundason, Una Margrét Árnadóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir, Örn Alexander Ámundason, Vasilis Zarifopoulos, Vassilis Noulas & Kostas Tzimoulis (VASKOS), Yorgia Karidi og Yorgos Yatromanolakis.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur