Nýtt myndlistarráð tekur til starfa

14.04.2016
Blue box

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýtt myndlistarráð sem tekur til starfa í vikunni. Myndlistarráð er skipað til þriggja ára í senn og sitja eftirfarandi í ráðinu: Margrét Kristín Sigurðardóttir, skipuð af ráðherra án tilnefningar, Guðni Tómasson, tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Huginn Þór Arason, tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Steinar Örn Atlason tilnefndur af Listasafni Íslands.

Fyrsta verkefni ráðsins verður að úthluta úr myndlistarsjóði sem var með umsóknarfrest 1.mars, tilkynnt verður um úthlutun 9. maí.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur