Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð - seinni úthlutun 2022

08.07.2022
Blue box

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst 2022. Um er að ræða seinni úthlutun úr sjóðnum á árinu en úthlutað verður í septembermánuði.

Veittir verða styrkir í þrem flokkum og eru þeir eftirfarandi:

  • Undirbúningsstyrki – Undirbúningsstyrkir eru veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar geta sótt um styrk til framkvæmdar.
  • Sýningarverkefni – Styrkir til sýningarverkefna. Með verkefni er átt við viðburð sem fer fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.
  • Útgáfustyrki, rannsóknarstyrki og aðra styrki – Útgáfustyrkir, rannsóknarstyrki og aðrir styrkir eru veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra opinna verkefna sem ekki falla undir aðra liði.

Umsóknarformið

Umsóknarformið má finna í rafrænni eyðublaðagátt Origo, https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms en sama kerfi er í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum, meðal annars Þjóðskrá og safnasjóði.

Þar finnur þú rétt umsóknarform og skráir þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á vefsíðu Ísland.is.

Umsóknir skulu vera á íslensku sé þess kostur en annars má finna umsóknarform á ensku.

Smelltu hér ef þú vilt skoða vistaðar eða sendar umsóknir / Mínar síður. Skráðu þig inn með sama Íslykli eða rafrænu skilríkjum og þegar þú vistaðir /sendir umsóknina.

Athugið að afrit af umsókn eða skilum eru send á það netfang sem skráð er í umsóknina.

Úthlutunarreglur myndlistarsjóðs má finna hér. Leiðbeiningar við umsóknargerð má finna hér. Spurt og svarað hér.

Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur