Menningarráðuneytið og Myndlistarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um stöðuna á aðgerðum í stefnu um málefni myndlistar á Íslandi. Aðalgestur ráðstefnunnar er Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og fyrrum safnstjóri Þjóðarlistasafns Danmerkur og rektor Listaháskóla Danmerkur. Bogh var einnig fenginn sem erlendur sérfræðingur þegar unnið var að skýrslu um stöðu Listasafns Íslands, sem er ein af 18 aðgerðum myndlistarstefnunnar. Stefnan var sett fram í fyrra og gildir til 2030 og inniheldur átján aðgerðir. Mörgum þeirra er lokið, aðrar eru í vinnslu og á ráðstefnunni verður farið yfir stöðuna á þeim. Ráðstefnan er haldin í Safnahúsinu á Hverfisgötu, mánudaginn 9. desember kl. 15:00-17:00.
Dagskrá
Kynning
Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands
Ávarp
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra
Aðalfyrirlesari
Mikkel Bogh, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla
Menningarstefna: Endurskilgreining á söfnum í Danmörku og nýr skilningur á safnastarfi og möguleikum þess.
Kaffi
Kynning á myndlistarstefnunni
Dorothée Kirch, formaður verkefnahóps um gerð myndlistarstefnu og Hildur Jörundsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningar og fjölmiðla í menningarráðuneytinu
Aðgerðir Myndlistarmiðstöðvar
Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar
Aðgerðir Listasafns Íslands
Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands