Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2018

18.09.2018
Blue box

Myndlistarráð úthlutar 18 millj. kr. í styrki til 46 verkefna í seinni úthlutun sjóðsins á þessu ári. Sjóðnum bárust 144 umsóknir og sótt var um alls 106,4 millj. kr.

Styrkir til sýningarverkefna eru 34 talsins að heildarupphæð 12,6 millj.kr., þar af fara 27 styrkir til minni sýningarverkefna og 7 styrkir til stærri sýningarverkefna. Stærsta styrkinn, að upphæð 2 millj. kr., hlýtur Ólöf Nordal til þátttöku í Skúlptúr tvíæringnum í Vancouver og Annabel von Girsewald hlýtur styrk að upphæð 1 millj. kr. fyrir verkefnið Terminal, samsýningu myndlistarmanna í Berlín og á Íslandi.

Þar að auki veitir myndlistarráð 4 undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,4 millj. kr., 7 útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 3,8 millj. kr. Eitt verkefni hlýtur styrk til annarra verkefna, að upphæð 200 þúsund kr.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér.

Hlutverk Myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem menntamálaráðherra setur. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun.

Myndlistarráð sem úthlutar að þessu sinni er skipað:

Margréti Kristínu Sigurðardóttir, formanni myndlistarráðs, Guðna Tómassyni f.h. listfræðifélagsins, Dagný Heiðdal f.h. Listasafns Íslands, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur f.h. SÍM og Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur f.h. SÍM

Í matsnefnd úthlutunar sátu:

Eirún Sigurðardóttir, Finnbogi Pétursson , Guðrún Erla Geirsdóttir, Hlynur Helgason, Ingibjörg Gunnlaugsdóttur og Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur