Sequences XI: Get ekki séð – opnar 13. október

11.10.2023
Sequences XI - Can´t See

Myndlistahátíðin Sequences fer af stað í ellefta skipti og býður upp á myndlistarsýningar, gjörninga, tónleika, kvikmyndasýningar og almennt hátíðarhald! Hátíðin hefur aldrei verið jafn stór en yfir 50 listamenn koma saman á hátíðinni og spannar hún 10 daga, 13.-22. október. Sýningarnar munu standa opnar almenning að kostnaðarlausu til 26 nóvember.

Samsýningu Sequences Get ekki séð er skipt í fjóra kafla: Jarðvegur, Neðanjarðar, Vatn og Frumspekivíddin og er sýnd í Kling og Bang, Nýlistasafninu, Norræna húsinu og Safnahúsinu frá 13. október til 26. nóvember 2023.

Samsýning Sequences sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún fæddist út frá þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra. Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.

Þessir fjórir kaflar veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

Hátíðin teygir anga sína út fyrir sýningarsalina m.a. með innsetningu Precious Okoyomon og Dozie Kanu í Gróttuvita, vindskúlptúr John Grzinich, Powerless flight, 2023, milli Edition Hótel og Hörpu og Vetrarsamsetningar sem er sería af útiskúlptúrum gerðum úr ís umhverfis Marshallhúsið eftir Grzegorz Łoznikow.

Gjörningadagskráin sem er samhliða sýningunni er tækifæri til að sameinast á myrkasta tíma ársins til að deila orku og hugmyndum. Gjörningarnir flytja okkur oftar en ekki að jaðri umbreytinga, að líkamlegum takmörkunum og færa huga okkar á ný mið. Í samfloti við sýningarnar skapar hátíðin í heild rými fyrir ímyndunarafl og táknræna hugsun og gefur okkur færi á að sjá lengra frá okkur.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur