Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hefur Myndlistarsjóði verið falið að úthluta fé til átaksverkefna á sviði myndlistar.
Auglýst er eftir styrkjum til verkefna á sviði myndlistar.
Veittir verða verkefna og launastyrkir til einstaklinga, sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.
Athugið að ekki gilda sértækar reglur um úthlutun úr Myndlistarsjóði að þessu sinni.
Einungis verða veittir styrkir til sjálfstætt starfandi listamanna og því geta stofnanir, gallerí og félög ekki sótt um styrk.
Veittir verða 500.000 kr. styrkir.
Haft verður til hliðsjónar við styrkveitingu samkvæmt þingsályktun
Að kröfu Menningar- og menntamálaráðuneytisins verða styrkþegar beðnir um að svara könnun um verkefnið.
Úthlutunin nú mun ekki hafa áhrif á haustúthlutun úr Myndlistarsjóði 2020.
Opnað verður fyrir umsóknir á vef Myndlistarsjóðs laugardaginn 25. apríl 2020
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 11. maí 2020