Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2022

03.03.2022
Íslensku myndlistarverðlaunin 2022 merki

Íslensku myndlistarverðlaunin eru veitt í tveimur flokkum: Myndlistarmaður ársins og hvatningarverðlaun ársins. Myndlistarráð stendur nú í fimmta skipti að úthlutun Íslensku myndlistarverðlaunanna en markmiðið er að heiðra íslenska myndlistarmenn, eða myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi, og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar.

Greint verður frá því hverjir hjóta Myndlistarverðlaun ársins og hver hlýtur Hvatningarverðlaun ársins fimmtudaginn 17. mars 2022 í Iðnó.

Myndlistarmaður ársins

 

Alls eru fjórir listamenn tilnefndir í flokknum „Myndlistarmaður ársins“.

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Snæbjörnsdóttir & Wilson - Visistasiur Ljósmynd: Daniel Starri

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson: Vísitasíur, Listasafnið á Akureyri. Ljósmynd: Daníel Starri

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Snæbjörnsdóttir & Wilson - Visistasiur Ljósmynd: Daniel Starri

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fyrir sýninguna Vísitasíur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er afrakstur margra ára rannsóknarverkefnisins Ísbirnir á villigötum sem þau hafa unnið í samvinnu við sérfræðinga á sviði þjóðfræði, náttúru- og umhverfisfræði. Verkefnið snýst um að auka þekkingu á tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum hamfarahlýnunar. Til þess er sjónum beint að hvítabjörnum á Íslandi í fortíð og nútíð. Verkin á sýningunni varpa ljósi á spurningar um náttúruvernd, skoða frásagnir af árekstrum fólks og hvítabjarna í gegnum tíðina og hvað það er sem gerist þegar þessi tvö rándýr mætast.Ferill þeirra er fjölbreyttur og þau hafa nýtt rann­ sóknaraðferðir samtímalistar til að eiga í samtali við rannsóknir á öðrum sviðum, svo sem náttúruvísindum, þjóðfræði og um­ hverfisfræðum. Þau líta svo á að aðferðir samtímalistar geti fært mikilvæga viðbót í samtal milli ólíkra fræðigreina og beint sjónum í nýjar og óvæntar áttir.

Tilnefningar 2022 - Carl Boutard Ljosmynd: Margrét Seema Takyar

Carl Boutard. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Tilnefningar 2022 - Carl Boutard -Grodur jardar Ljosmynd: Vigfús Birgisson

Carl Boutard: Gróður jarðar, Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn. Ljósmynd: Vigfús Birgisson

tilnefningar-2022-carl-boutard-grodur-jardar-ljosmynd-vigfus-birgisson

Carl Boutard fyrir sýninguna Gróður jarðar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni. Náttúran og tengsl mannsins við hana er megininntak listar hans. Á sýningunni flutti listamaðurinn náttúruna inn í sýningarrýmið með nýjum og nýlegum verkum í samtali við valin verk Ásmundar Sveinssonar (1893–1982).Sýningin Gróður jarðar veitti nærandi upplifunþar sem saman fór áhugaverð nálgun á viðfangsefnið og spennandi efnisnotkun. Listamaðurinn svipti hulunni af raun­ verulegri birtingu fyrirbæranna með nákvæmri skoðun. Maður og náttúra, skynjun, sköpunarferli, neyslumenning og endur­ vinnsla, tvinnast saman og mynda fagurfræðilega heild í fallegri sýningu.

Tilnefningar 2022 - Steingrímur Eyfjörð Ljosmynd: Margrét Seema Takyar

Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Tilnefningar 2022 - Steingrimur Eyfjord - Tegundagreining. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.

Steingrímur Eyfjörð: Tegundagreining, Listasafn Reykjanesbæjar. Ljósmynd Vigfús Birgisson

tilnefningar-2022-steingrimur-eyfjord-tegundagreining-ljosmynd-vigfus-birgisson

Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Tegundagreining í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er ein sú stærsta sem Listasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp og á hana voru valin saman fjölbreytt verk frá ferli Steingríms ásamt nýjum verkum.

Sýningunni var ætlað að skýra kveikjuna að mynd­ sköpun hans. Verkin skiptast niður / tegundagreinast í átta flokka: Hið ósnertanlega, Arfurinn, Heimur kvenna, Gagnrýni, Guðs eigið land, Kellingin, Decode, Comix og eru þau elstu frá árinu 1975 og þau yngstu frá 2021.

Á gólfi safnsins hafði verið komið fyrir merktum stöðum með áðurnefndu flokkunarkerfi Steingríms, þannig hafði áhorfandinn val um að upplifa sýninguna út frá eigin sýn eða sýn Steingríms.

Tilnefningar 2022 - Anna, Ragnheidur, Steinunn Ljosmynd: Margrét Seema Takyar

Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Tilnefningar 2022 - Anna, Ragnheidur, Steinunn - Feigdarros Ljosmynd: Lilja Birgisdóttir

Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir: Feigðarós, Kling & Bang. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

Tilnefningar 2022 Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir

Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir fyrir sýninguna Feigðarós í Kling og Bang. Sýningin býður áhorfandanum að stíga inn í tilraunakennt landslag sem kallast á við hugmyndir um náttúru og mennska íhlutun.

Verkið er myndbirting dystopískrar fantasíu sem áhorfendum er boðið inn í en einnig minnisvarði um þá leikgleði, samveru og samræður sem áttu sér stað á milli listamannanna þriggja við gerð sýningarinnar.

Hvatningarverðlaun

Í flokki hvatningarverðlauna eru þrír upprennandi myndlistarmenn tilnefndir.

Islensku myndlistarverdlaunin 2022 - Lucky 3 - Visistasiur Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Lucky 3. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Tilnefningar 2022 - Lucky 3 - Puti - Ljósmynd: Omra Harding.

Lucky 3: PUTI, Open. Ljósmynd Omra Harding

Lucky 3 er hópur sem samanstendur af þremur listamönnum sem rekja uppruna sinn til Filippseyja; þeim Dýrfinnu Benitu Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. Verkinu er lýst sem félagslegri kóreógrafíu sem endurspeglar veruleika kynþáttahlutverka og stigveldi valds í samfélaginu. Í gjörningi sínum PUTI (sem þýðir hvítt), sem fram fór í listamannarekna rýminu OPEN á Grandagarði í tilefni af Sequences X listahátíðarinnar sl. Haust, klæddist listafólkið hvítum fatnaði og setti sig í hlutverk ræstingafólks. Margir Filippseyingar á Íslandi vinna við þrif og hefur ræstingastarfið vissan innflytjendastimpil á sér.

Þegar þau vinna saman nýta þau arfleifð sína og þann stöðuga menningarlega árekstur sem einkennir líf þeirra. Sjálf segjast þau vilja varpa ljósi á sundraðan hóp, fólk sem er rótlaust, er í stöðugri endurnýjun og berst við að bjarga arfleifð sinni undir pressu frá ríkjandi menningu.

Tilnefningar 2022 - Klavs og Renate. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka

Tilnefningar 2022 - Klavs og Renate - Hyper-connectivity.

Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka: Hyper Connectivity

Klāvs Liepiņš og Renāte Feizaka eru tilnefnd fyrir samvinnuverk sín. Þau koma bæði frá Lettlandi og hafa starfað saman gegnum árin og verið virk í íslensku myndlistar- og menningarlífi. Í sameiginlegum verkum sínum tekst þeim að koma til skila skýrri sýn sem ræðst á skilningarvitin og skilur eftir sterk hughrif.

Á haustsýningu Nýlistasafnsins 'Eins og þú ert núna var ég einu sinni/Eins og ég er núna svo munt þú verða', sýndi tvíeykið umfangsmikla innsetningu í mörgum þáttum. Sýningargestir fóru um rýmið eftir fyrir­ framgefnum rásum eða leiðum til þess að hrófla ekki við þeim aðstæðum sem búið var að skapa, svo úr varð eins konar ókóreógraferuð kóreógrafía. Tilvist mannsins og pólitísk afstaða er undirliggjandi í vídeóverkum þeirra á sömu sýningu. Þar birtast skáldaðar persónur sem listamennirnir túlka sjálfir í fáránlegum, tilgangslausum og oft kómískum aðstæðum.

Tilnefningar 2022 - Guðrún Tara Sveinsdóttir. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Guðrún Tara Sveinsdóttir. Ljósmynd: Margrét Seema Takyar

Tilnefningar 2022 - Guðrún Tara Sveinsdóttir - Jordin dafnar.

Guðrún Tara Sveinsdóttir: Jörðin, Harbinger. Ljósmynd Steinunn Önnudóttir.

Guðrún Tara Sveinsdóttir er að stíga sín fyrstu skref í sýningarhaldi hérlendis en hefur þegar skapað sér sérstöðu í list sinni. Hún vinnur með gjörninga og skúlptúra sem gangast við því að rannsaka pólitíska samfélagsmeðvitund og afstöðu einstaklingsins gagnvart hlutheiminum.

Á árinu (2021) setti hún upp sýninguna Jörðin dafnar í sýningar­ rýminu Harbinger í Reykjavík. Á þeirri sýningu leitaðist Guðrún við að nálgast fundna og hversdagslega hluti á nýjum og íhugulum forsendum. Hún steypti hina ýmsu hluti sem á vegi hennar urðu í gifs og blandaði saman við textíl og ýmis náttúruleg fyrirbæri.

Sýningin kallaðist sterkt á við hlutmiðaðar vangaveltur sam­ tímans, hugmyndir um náttúru, manngerð efni og samþættingu þessara fyrirbæra og afleiðingar.

Tengdar fréttir

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur