Una Björg Magnúsdóttir til Künstlerhaus Bethanien

28.09.2022
Una Björg Magnúsdóttir portrett

Una Björg Magnúsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda til árs vinnustofudvalar á vegum Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar við Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Dvölin stendur frá vori 2023-2024. Vinnustofudvöldin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu, alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Una Björg Kunstlerhaus Bethanien

Una Björg Magnúsdóttir: Vanishing Crowd, 2021

Una Björg er fædd árið 1990 og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Una Björg vinnur aðallega með skúlptúr. Hið ofurkunnuglega birtis oft í verkum hennar, gjarnan sem skúlptúrískar sviðsmyndir sem líkja eftir raunveruleikanum með augljósu gervi. Þannig endurgerir hún fábrotinn hverdagsleikann með óvæntum munum, hljóðum, myndum og ilmum.

Áður hafa Styrmir Örn Guðmundsson Elín Hansdóttir og nú síðast Anna Júlía Friðbjörnsdóttir dvalið á vegum verkefnisins í Künstlerhaus Bethanien.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur