Útgáfur á árinu sem er að líða

15.12.2022
Icelandic Publications related to visual art

Síðastliðið ár hefur bókaútgáfa í tengslum við myndlist verið þróttmikil. Listasöfnin, sýningarstaðir og listamenn hafa gefið út fjölbreytta flóru í samstarfi við ýmiss bókaforlög.

Félag íslenskra myndlistarmanna fagnaði 80 ára starfsafmæli með bókinni Að finna listinni samastað. Bókin varpar ljósi á aðdraganda, stofnun og sögu FÍM frá árinu 1941 og veitir innsýn í innviði og starfsumhverfi myndlistar á Íslandi þess tíma. Í ritnefnd sátu Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Steinunn G. Helgadóttir.

Bókin Tölum um keramik kom út á vormánuðum og er yfirgripsmikil samantekt um keramik. Ritstjóri er Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir en auk Ragnheiðar eru höfundar Guðný Hafsteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson og Kolbrún Sigurðardóttir.

Icelandic Publications related to visual art

Nýverið kom út yfirgripsmikið verk Abstakt geómetría á Íslandi 1950-1960 í ritstjórn Ólafs Kvaran. Sjötti áratugurinn var mjög frjósamt tímabil í íslenskri listasögu og í fyrsta sinn samstíga norrænni og evrópskri myndlist.

Bækurnar Alþýðuhúsið á Siglufirði 2012-2022 og Draumarústir – Verksmiðjan á Hjalteyri fjalla um þýðingarmikla listastarfsemi fyrir norðan. Á báðum stöðum er gróskumikil starfsemi þar sem listamenn bera hitan og þungan af listrænum verkefnum.

Bókin um sýningarröðina Hjólið 2018-2022 var gefin út í tilefni af 50 ára afmæli Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Í bókinni eru greinar og myndir frá sýningaröðinni sem átti sér stað með fram hjóla- og göngustíg í almenningsrými. Í ritstjórn sátu Eygló Harðardóttir, Haraldur Jónsson, Una Björg Magnúsdóttir og Örn Alexander Ámundason.

Icelandic Publications related to visual art

Útgáfur í tengslum við sýningar voru fjölmargar. Listasafn Reykjavíkur hélt þrjár yfirlitssýningar og samhliða komu úr veglegar bækur: Birgir Andrésson, In Icelandic Colours, Erró, Sprengikraftur mynda og Guðjón Ketilsson, Jæja. Einnig kom út bókin Gunnar Örn, A retrospective í tengslum við yfirlitssýningu á verkum listamannsins í Hafnarborg. Í tilefni af opnun Feneyjartvíæringsins gaf Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar út bókina Sigurður Guðjónsson, Perpetual Motion. Listamennirnir Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson fögnuðu tuttugu ára samstarfi með bókinni Samtöl í sameiginlegum víddum samfara sýningu þeirra í Gerðarsafni sem bar sama titil. Bókin Hnikun eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísi Jóhannsdóttur var gefin út af Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum.

Eins og kom út Stöðufundur 2022 í tengslum við samnefnda sýningu í Gerðarsafni í ritstjórn Kristínar Aðalsteinsdóttur og Þorvaldar Sigurbjarnar Helgasonar auk Heiglar hlakka til heimsendis í tengslum við einkasýningu Ingibjargar Sigurjónsdóttir, De rien, í Kling & Bang.

Sýnisbók safneignar er ritröð sem Safnasafnið hefur gefið út síðan 2016 í þeim tilgangi að miðla verkum úr safneign til stærra hóps en gesta safnsins. Á árinu kom út sjöunda bók í röðinni um verk Ragnars Hermannssonar (1922-2009) en safnið hóf að safna tálgverkum frá listamanninum rétt eftir aldamót.

Fjölmörg bókverk litu dagsins ljós í ár. Ber þar helst að nefna Fiction: The Function eftir Hrefnu Hörn, gefin út af Lokal-int in, Hildigunnur Birgisdóttir í samstarfi ið j9 gaf út (monograph), Teikningar eftir Eddu Jónsdóttur auk þess sem Hunang gaf út Hope, Truth, Faith, Justice eftir Birgir Snæbjörn Birgisson.

Aðrar útgáfur voru jafnfjölbreyttar og þær voru margar: Orri gaf út ljósmyndabókina Your arms are so soft they are like lamb wool með fjölskylduljósmyndum, bókin Gapassipi kom út um hljóðinnsetningu Magnúsar Pálssonar frá 1995 og í bókinni Snjóflyksur á næturhimni fjallar Sigrún Alba Sigurðardóttir um ljósmyndir og tengsl þeirra við minningar og veruleikann.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur