Gabriel Mestre

Gabriel Mestre Arrioja er rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri.

Gabriel Mestre Arrioja er rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Heiti erindis hans er Mexican Hairless Dog's Revolution (Bylting hárlausa mexíkóska hundsins). Þar fjallar hann um kynþáttafordóma í Mexíkó sem eru arfleifð nýlenduhugsunar allt frá 17. öld. Þeir endurspeglast meðal annars í starfsemi opinberra stofnana sem miðar að því að draga úr menningarmun, hagræða og þurrka út ýmsa kima menningar frá því fyrir nýlendutímann.

Verk Gabriels sameina listsköpun, listfræði, sögu framúrstefnulistar og sögu frumbyggja Ameríku. Þau miða að því að finna mismunandi form þátttöku og samstarfs við einstaklinga og hópa sem hafa verið jaðarsett af kapítalisma og öðrum framleiðslukerfum. Verkefni Gabriels miðla meðal annars hugmyndum um markmið afnýlendunnar, virkni stofnanagagnrýni, valdeflandi borgararéttindi og uppbyggingu á nýjum formum af hagkerfum sem byggjast á samstöðu.

Síðan 2002 hefur Gabriel stjórnað mörgum verkefnum á sviði samtímalistar og sjónrænar menningarfræði, en einnig innan mannfræði og líffræði. Hann hefur unnið með völdum stofnunum í Evrópu, Asíu og Ameríku að sýningum, útgáfum og samfélagsverkefnum t.d. í Svíþjóð, Japan, Þýskalandi, Danmörku, Austurríki, Kúbu, Kólumbíu og Mexíkó. Hann hefur nýlega unnið ýmis verkefni með stofnunum víðvegar um heiminn, þar má nefna Danska Statens Kunstfond, CCA Eistlandi, CAC Vilnius, IASPIS, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, IFA, Goethe Institute, Austrian Cultural Forum og Jumex Foundation.

Fyrirlestur Gabriel Mestre verður fluttur á Mexíkó spænsku og þýddur yfir á íslensku.

Mexican Hairless Dog’s Revolution, Gabriel Mestre, 12. október 2017.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur