Guillaume Bijl

Belgíski listamaðurinn Guillaume Bijl heldur fyrirlestur um list sína og feril.

Í tilefni af fyrstu heimsókn sinni til Íslands mun Guillaume kynna list sína með fyrirlestrum í Hafnarhúsinu og í Listaháskóla Íslands. Einnig mun hann sýna innsetningu í listarýminu Mengi á Óðinsgötu 2.

Guillaume Bijl er fæddur árið 1946 í Antwerpen í Belgíu. Hann er sjálflærður listamaður, með bakgrunn úr leikhúsheiminum og vel þekktur fyrir innsetningar sínar. Seinni hluta áttunda áratugarins byrjaði hann að búa til staðbundna skúlptúra og hóf að rannsaka valkosti fyrir hugmyndalistina. Hann hefur í gegnum tíðina sett upp fjölda innsetninga sem eru einhverskonar félagslegt inngrip. Árið1979 gerði hann fyrstu innsetninguna af því tagi í galleríi í Antwerpen, þar sem hann setti upp ökuskóla. Þar setti hann einnig fram stefnuyfirlýsingu sem kallaði eftir afnámi listastofnanna og að þeim ætti að vera umbreytt í félagslega gagnlegar stofnanir.

Guillaume Bijl, 3. apríl 2017.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur