Heike Munder

Heike Munder var annar gesturinn í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir / TALK series á þessum vetri.

Heike Munder

It´s Time for Action (There´s No Option)

Heike Munder varr annar gesturinn í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir / TALK series á þessum vetri. Fyrirlestur Heike, sem nefnist It’s Time for Action (There’s No Option), tekur titil sinn frá samnefndu lagi Yoko Ono frá árinu 2000. Ono hefur frá upphafi listferils síns á sjöunda áratug síðustu aldar, áður en femínismi varð að gjaldgengu hugtaki, deilt á kynbundin hlutverk og fyrirkomulagi stétta- og feðraveldis í samfélaginu. Fyrirlestur Heike tekur mið af þessari viðleitni Yoko Ono og mun beina sjónum að femínisma í myndlist og greina hvötina til að rísa upp gegn fyrirkomulagi valdsins.

Heike Munder stundaði menningarfræði við Háskólann í Lueneburg og hefur verið safnstjóri Migros Museum für Gegenwartskunst Zürich síðan árið 2001. Hún var einn stofnenda Halle für Kunst Lüneburg e.V., sem hún stýrði á árunum 1995 til 2001. Heike hefur sýningarstýrt fjölda sýninga og má þar nefna: Ragnar Kjartansson (2012), The Garden of Forking Paths (2011), Tatiana Trouvé (2009), Tadeusz Kantor (2008), Rachel Harrison (2007), Marc Camille Chaimowicz (2006), Yoko Ono (2005) og Mark Leckey (2003). Hún hefur kennt við Háskólann í Lueneburg, Goldsmiths College í London, Háskólann í Bern, Listaháskólann í Zurich og Jan van Eyck akademíuna í Maastricht. Heike hefur síðan árið 1995 skrifað reglulega fyrir tímarit og sýningarskrár og var í dómnefnd Turner Prize árið 2012.

Sjá upptöku af fyrirlestrinum

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur