Hvatningarverðlaun 2018: Auður Lóa Guðnadóttir

Auður Lóa Guðnadóttir útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur síðan þá verið virk í sýningarhaldi og látið til sín taka innan íslensks myndlistarsamfélags.

Islensku myndlistarverdlaunin 2018 - athofn - Audur Loa

Auður Lóa Guðnadóttir útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur síðan þá verið virk í sýningarhaldi og látið til sín taka innan íslensks myndlistarsamfélags.

Í umsögn dómnefndar kemur fram:

Auður Lóa Guðnadóttir er ungur listamaður, sem kom fram með áberandi hætti á nokkrum sýningum á síðastliðnu ári. Verk Auðar Lóu búa yfir ferskum andblæ. Þau lýsa hugmyndaflugi og getu til að vinna jöfnum höndum með listsögulegar skírskotanir og dægurmenningu skapandi vinnubrögð og nálgast viðfangsefni sín með leikgleði, skopskyn og jákvæðni að leiðarljósi. Auður Lóa sýnir færni í að nálgast málefni samtímans og tengja þau við goðsagnir fornaldar.

Í skipulagi hópinnsetningarinnar/samsýningar- innar Díana að eilífu, sem sameinaði leik og ígrundaða nálgun, tvinnaði Auður Lóa saman félagslega samvitund og sterka samkennd fjöldans við nútímagoðsögn. Einkasýning hennar Goðsagnir í Plássi heimagalleríi sýndi með óyggjandi hætti að hún hefur sterk tök á grunnþáttum vestrænnar menningar sem hún tjáir með gróflega mótuðum smáskúlptúrum. Fólk og dýr, máluð í björtum litatónum vísa jöfnum höndum í sögu vestrænnar há- menningar og lágmenningu. Á þennan hátt tekst Auði Lóu að brjóta niður vélgenga tvíhyggju vestrænnar menningar. Mörk aðgreiningarinnar eru máð út og smá- styttan, heimilislegi skrautmunurinn, er hafinn upp á stall listarinnar. Auður Lóa sýnir hugrekki með því að taka stelpulega skrautgripinn, smástyttuna, og stilla honum upp sem fullgildu listaverki.

Dómnefndin telur að Auður Lóa Guðnadóttir sé vel að Hvatningarverðlaunum ársins komin. Hún hefur sýnt að hún er óhrædd við að leita efniviðar á óvæntum stöðum og túlka viðfangsefni sín af innsæi og frumleika. Öll vinna hennar og framsetning leiftrar af hlýju og fyrirheitum um áframhaldandi hugmyndaflug og óvenjulega sýn á lífið. Því hvetur dómnefndin Auði Lóu til að halda áfram að skapa á sinn einstaka hátt“

Islensku myndlistarverdlaunin 2018 - Audur Loa - Diana ad eilifu

Auður Lóa Guðnadóttir: Díana að eilífu, 2017.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur