Hvatningarverðlaun 2021: Una Björg Magnúsdóttir

Una Björg Magnúsdóttir hlaut Hvatingarverðlaunársins fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, D40, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 16. jan. – 15. mars 2020.

Hvatningarverðlaun 2021: Una Björg Magnúsdóttir

Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) starfar í Reykjavík. Hún lauk B.A.-gráðu í myndlist við Listaháskóla Íslands 2014 og stundaði síðar M.A. nám í myndlist við École cantonale d’art de Lausanne í Sviss, þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Una Björg hefur verið virk á sýningarvettvangi hérlendis frá því að hún lauk námi, hlotið styrki, listamannalaun og átt frumkvæði að áhugaverðum samsýningum og uppákomum á myndlistarsviðinu.

Titill sýningarinnar Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund er fengin að láni frá sjónhverfingarmanninum David Copperfield, er lét fólk hverfa sporlaust á sviði í Las Vegas. Hið ómögulega gert mögulegt í einni sjónhendingu. Una Björg stígur fram á sviðið á áhrifaríkan hátt með sýningu sinni og heiður er að veita henni Hvatningarverðlaunin 2021.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur