Leiðbeiningar og skilyrði fyrir styrk

Umsóknir eru teknar gildar að neðangreindum forsendum uppfylltum

Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi a.m.k. undanfarin fimm ár

Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað

Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi eða útgefanda

Umsóknin skal vera send af listamanni, sýningarstjóra, eða fulltrúa stofnunar sem hyggst sýna verk listamannsins

Verkefnið þarf að eiga sér stað á sama ári og umsókn er send inn

Að umsókn hafi verið send inn fyrir miðnætti á settum umsóknarfresti

Umsóknareyðublaðið

Sótt erum styrk með því að fylla út rafrænt eyðublað

Beðið er um eftirfarandi upplýsingar og gögn:

Valin ferilskrá með upplýsingum um menntun og sýningar

Markmið ferðar

Lýsing á verkefninu eða verkáætlun vegna vinnustofudvalar eða ferðalags

Boðsbréf frá viðeigandi stofnun

Matsferli

Við mat umsókna eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar:

Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi

Faglegur bakgrunnur umsækjanda

Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu

Gildi verkefnisins

Ekki er unnt að veita öllum umsækjendum styrk þrátt fyrir að umsækjandi standist skilyrði

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur