Mary Jane Jacob

Mary Jane Jacob, sýningarstjóri og prófessor við School of the Art Institute í Chicago, er annar gestur í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir á árinu 2015.

Talk Series Mary Jane Jacob

30. apríl, 2015

Experiencing Social Practice

Mary Jane Jacob, Sýningarstjóri og prófessor við School of the Art Institute í Chicago, er annar gestur í fyrirlestraröðinni Umræðuþræðir á árinu 2015. Fyrirlestur Mary Jane nefnist „Experiencing Social Practice“.

Í fyrirlestrinum mun Mary Jane velta fyrir sér upplifun áhorfenda og listamanna sjálfra af listaverkum sem hafa beina samfélagslega nálgun og fela í sér þátttöku almennings. Þá mun hún styðjast við kenningar bandaríska heimspekingsins John Deweys til þess að skoða félagslega sinnuð verk myndlistarmanna.

Mary Jane Jacob hefur sem sýningarstjóri síðustu áratugi stýrt hundruðum sýninga sem miða að því að færa myndlistina og orðræðu hennar út í samfélagið og nær almenningi. Mary Jane hefur einnig rannsakað hvað það að upplifa myndlist feli í sér og gefið út viðamiklar bækur um viðfangsefnið, m.a: Buddha Mind in Contemporary Art, Learning Mind: Experience into Art, Chicago Makes Modern: How Creative Minds Changed Society, og The Studio Reader: On the Space of Artists. Mary Jane er prófessor við School of the Art Institute of Chicago þar sem hún hefur veitt forystu rannsóknarverkefni sem nefnist Chicago Social Practice History Series.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur