Nicolaus Schafhausen

Nicolaus Schafhausen var fyrsti gesturinn í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir á þessum vetri

Nicolaus Schafhausen

Nicolaus Schafhausen var fyrsti gesturinn í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir á þessum vetri. Fyrirlestur Schafhausens, sem nefnist Intelligent Entertainment on the Rise, lagði út af viðfangsefnum sem menningarstofnanir standa frammi fyrir í dag.

Undanfarið hefur myndlistin verið í kastljósi fjölmiðla, hefur sú athygli áhrif á verk listamanna og sýningarstjóra? Hvað sameinar samtímalistina síðastliðin tuttugu og fimm ár? Er myndlist pólitísk í sjálfu sér?

Spurningarnar hér fyrir ofan eru aðal viðfangsefni Schafhausens sem sýningarstjóra. Nýlega skipulagði hann tíu daga hátíð í Kunsthalle Wien sem nefndist „What Would Thomas Bernhard Do”. Hátíðin snérist um málefni líðandi stundar og í framhaldi var sett upp samsýning sem nefndist „Salon der Angst”. Sýningin fékkst við hið margræða hugtak angst, en hún var unnin út frá sjónarhorni samtímalistarinnar sem tengd var ýmsum sögulegum viðhorfum til hugtaksins. Í október 2013 ritstýrðu Brigitte Oetker og Schafhausen sextugustu útgáfu bókarinnar Jahresring: Jahrbuch für moderne Kunst sem nefndist „Attention Economy“. Bókin er safn viðtala við myndlistarmenn en þar leggur Schafhausen spurningar fyrir 31 listamann sem snúa að þeim skilyrðunum sem verk þeirra verða til í fremur en að verkum listamannana sjálfra.

Nicolaus Schafhausen er safnstjóri Kunsthalle Wien í Austurríki. Hann stundaði listasögu í Berlín og München og starfaði sem listamaður áður en hann hóf störf sem sýningarstjóri. Hann á að baki fjölmörg sýningarverkefni meðal annars við Künstlerhaus Stuttgart, Frankfurter Kunstverein og European Kunsthalle í Þýskalandi, Nordic Institute for Contemporary Art í Helsinki (NIFCA) og Witte de With Center for Contemporary Art í Rotterdam. Schafhausen var sýningarstjóri þýska skálans á Feneyjartvíæringnum árin 2007 og 2009. Hann var einnig sýningarstjóri alþjóðlegra hátíða og sýninga, m.a. Media City Seoul 2010 og Expo 2010 í Shanghai. Auk þess sem Schafhausen hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og sýningarstjóri, hefur hann skrifað og ritstýrt fjölmörgum útgáfum um samtímalist. Shafhausen er gestafyrirlesari hjá HISK, Higher Institute for Fine Arts í Gent.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur