Listasafn Reykjavíkur — Perlufesti

String of Pearls

Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Hann er staðsettur í suðvesturhorni Hljómskálagarðsins.

Garðurinn hlaut nafnið Perlufesti að tillögu Gjörningaklúbbsins. Nafnið vísar til hringlaga afstöðu verkanna til hvers annars í garðinum, en undirstrikar einnig að listakonurnar og verk þeirra eru sérstök hvert fyrir sig, líkt og perlur sem hafa verið þræddar upp á þráð. Í Perlufestinni eru höggmyndir eftir sex konur sem voru frumkvöðlar í höggmyndalist hér á landi, þær Gunnfríði Jónsdóttur (1889–1968), Nínu Sæmundsson (1892-1962), Tove Ólafsson (1909-1992), Þorbjörgu Pálsdóttur (1919-2009), Ólöfu Pálsdóttur (1920) og Gerði Helgadóttur (1928-1975). Verkin sem um ræðir eru:Landnámskonan eftir Gunnfríði, Hafmeyjan eftir Nínu, Maður og kona eftir Tove, Piltur og stúlka eftir Þorbjörgu, Sonur eftir Ólöfu og Skúlptúr eftir Gerði. Garðurinn er minnisvarði um það mikilvæga frumherjastarf sem konurnar unnu á tímum þegar lítill skilningur var á að þær legðu fyrir sig listsköpun. Höggmyndagarður í miðborg Reykjavíkur undirstrikar stöðu listkvennanna sem formæðra sameiginlegrar listhefðar allra landsmanna.

 

Staðsetning:

Hljómskálagarður, 101 Reykjavík

Merki:

List í almenningsrými

Opnunartímar:

Alltaf opið

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur