Á milli mála: fiður, fingur, fálmarar

Agnes Ársælsdóttir, Anna Andrea Winther

Á milli mála-listahatíð-rvk

Lífríki Reykjavíkurtjarnar og mannlíf borgarinnar eru tvö nátengd kerfi sem fléttast saman í eitt samlífsmynstur. Á þessari útisýningu segja gagnvirkir keramikskúlptúrar sögur tjarnarinnar og draga eiginleika hennar upp á bakkann. Þannig gefst fólki færi á að efla samband sitt við þær dýrategundir sem búa við og sækja tjörnina.

Samstarf Agnesar Ársæls og Önnu Andreu Winther hófst eftir útskrift þeirra úr myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands 2018 og einkennist af gagnrýnum leik og vangaveltum þeirra um samband manns við umhverfi sitt. Báðar hafa sýnt verk sín hérlendis og erlendis og tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum. Sýningin er hluti af lengra rannsóknarferli tvíeykisins sem ber heitið Á milli mála en í því kanna þær samvist fólks og dýra í gegnum hversdaginn og uppbrot millimálsins.

Sýninguna má skoða hvenær sem er á hátíðartímabilinu en á opnunardegi Listahátíðar verður að auki fjölskyldusmiðjan Boðið á bakkanum haldin í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó þar sem þátttakendur læra uppskriftir sem henta bæði tjarnarfuglunum og fólki.

Listamenn: Agnes Ársælsdóttir, Anna Andrea Winther

Dagsetning:

01.06.2024 – 16.06.2024

Staðsetning:

Reykjavíkurtjörn

Vonarstræti 3, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningListahátíð í ReykjavíkEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Opið 24/7

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur