Að safna regni

Nína Óskarsdóttir

Að safna regni, Nína Óskarsdóttir, 2024

Vatnið seytlar niður steinleirinn, úr einu kari yfir í annað. Hægt og rólega fyllast þau, ef það rignir í haust. Rigningarvatnið, undirstaða lífsins, smýgur í gegn um jarðlögin, nærir plöntur og dýr. Það er í miðju hringrásar ferðalagi og ber með sér visku himnanna áður en það safnast hér saman, staldrar örlítið við og heldur svo áfram. Nína Óskarsdóttir útskrifaðist með MA gráðu í myndlist árið 2020 frá Listaháskóla Íslands þar sem hún kláraði einnig BA nám sitt 2014. Samhliða meistaranámi sínu stundaði hún kvöldnámskeið í keramíkdeild Myndlistarskólans í Reykjavík og hefur eftir nám tileinkað iðkun sinni leirnum. Nína hefur tekið þátt í fjölda sýningarverkefna bæði hérlendis og í úti, af nýlegum sýningum má nefna samsýninguna D-vítamín í Hafnarhúsi og einkasýninguna Uppsprettu í Safnasafninu.

Listamaður: Nína Óskarsdóttir

Dagsetning:

07.09.2024 – 26.10.2024

Staðsetning:

Höggmyndagarðurinn

Nýlendugata 17a, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur