Daufur skuggi - Fánar í íslenskri myndlist

Birgir Andrésson, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Snorri Ásmundsson, Unnar Örn, Wiola Ujazdowska, Þórarinn B. Þorláksson

Unnar Örn,  Daufur Skuggi, 2015  LÍ-9254

Sýningin er sett upp í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Íslands sem stofnað var 17. júní 1944. Á sama tíma voru fánalögin samþykkt og þannig varð til opinber viðurkenning á sameiningartákni þjóðar sem hafði loks öðlast sjálfstæði eftir að hafa tilheyrt Danmörku öldum saman.

Fánar eru tákn sjálfstæðis og þjóðernisvitundar. Við flöggum þeim jafnt við alvöruþrungin og gleðirík tilefni sem kalla á þjóðarstolt og ættjarðarást. Á seinni tímum hafa listamenn nýtt sér fánann á tilraunakenndan eða ögrandi hátt til að setja spurningarmerki við hugmyndir um þjóðernisvitund.

Listaverkin sem hér sjást segja hluta sögunnar um íslenska fánann. Einnig birtast hér verk listamanna sem hafa unnið út frá íslenska fánanum á beinskeyttan máta. Titill sýningarinnar er fenginn úr verki Unnars Arnar sem sýnir alveg litlausan íslenskan fána (annars vegar í sýningarsal en hinsvegar á flaggstöng fyrir utan safnið); auðan flöt sem okkur er frjálst að fylla upp í með eigin skoðunum og gildum.

Sýningin er sett upp í tilefni af 80 ára lýðveldisafmæli, verður opnuð 17. júní 2024 og stendur til 25. ágúst 2024.

Listamenn: Birgir Andrésson, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Snorri Ásmundsson, Unnar Örn, Wiola Ujazdowska, Þórarinn B. Þorláksson

Dagsetning:

17.06.2024 – 25.08.2024

Staðsetning:

Listasafn Íslands

Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Mánudagur10:00 - 17:00
Þriðjudagur10:00 - 17:00
Miðvikudagur10:00 - 17:00
Fimmtudagur10:00 - 17:00
Föstudagur10:00 - 17:00
Laugardagur10:00 - 17:00
Sunnudagur10:00 - 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur