DRAUGASÖGUR Í SAFNAHÚSINU
Dagrún Ósk Jónsdóttir

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu
Kl 17:30
Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, svo sem uppvakningum, afturgöngum, útburðum og fépúkum. Sagðar verða nokkrar vel valdar draugasögur. Þá kennir Dagrún okkur ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga á förnum vegi, hvernig er hægt að vekja þá upp og hvernig maður losnar undan ásóknum þeirra. Öll velkomin, sem þora!
Listamaður: Dagrún Ósk Jónsdóttir