Flauelstjald

Helga Páley Friðþjófsdóttir

Helga Páley Listval

Teikningin hefur verið leiðandi í verkum Helgu Páleyjar frá upphafi. Hún kannar mörk miðilsins með því að yfirfæra teikninguna á striga og aðra miðla. Á sýningunni Flauelstjald má sjá verk á pappír og striga þar sem teikningin er eins og áður, undirstaða verkanna. Tjaldið sem er leiðandi myndefni í verkunum er táknmynd hugmyndar eða fyrirbæris sem manni langar að kanna meira, þegar tjaldið opnast þá opnast heimur áferðar, lita, forma og óræðra hluta sem áhorfandinn fær að ráða í.

Helga Páley Friðþjófsdóttir (f. 1987) býr og starfar í Reykjavík. Hún Lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá útskrift hefur Helga verið framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Ærings á Rifi 2012. Frá árunum 2013 til 2015 var Helga partur af Kunstschlager hópnum og tók þátt í að reka gallerí við Rauðarárstíg 1 og síðar í Listasafni Reykjavíkur. Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjölmörgum stöðum og þar má nefna Listasafn Reykjanesbæjar, Ásmundarsal og Safnasafninu á Svalbarðseyri. Teikningin hefur lengi verið henni hugleikin og spilar hún stóran sess í hennar listsköpun. Með teikningu hripar hún hugmyndir á blað, gefur þeim tíma til að gerjast áður en þær færist yfir á striga eða í þrívítt form.

Listamaður: Helga Páley Friðþjófsdóttir

Dagsetning:

25.05.2024 – 08.06.2024

Staðsetning:

Listval

Hverfisgata 4, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
Miðvikudagur13:00 - 17:00
Fimmtudagur13:00 - 17:00
Föstudagur13:00 - 17:00
Laugardagur13:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur