Hringfarar

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðjón Ketilsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Elsa Dóróthea Gísladóttir

Listasafnið á Akureyri

Listamennirnir sem hér koma saman vinna út frá náttúrulegum ferlum, efniviði og samhengi. Hver og einn hefur sína persónulegu nálgun, en sameiginlega mengið er efniviður úr nærumhverfinu, sem hver og einn vinnur með á sinn persónulega hátt. Verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur endurspegla hugleiðingar um tíma og umhverfi, náttúruna, vöxt og gróður, þar sem mörk innri og ytri veruleika eru ekki endilega ljós. Elsa Dóróthea Gísladóttir vinnur með hverfulleika, sjálfbærni, ræktun, lífkerfi og alkemíu hvunndagsins. Tíminn er afar mikilvægur þáttur í hennar verkum. Guðjón Ketilsson vinnur gjarnan með fundna hluti sem geyma minningar og sögur liðinna atburða. Hann skrásetur þá, endurskipuleggur og setur í annað samhengi. Daglegt umhverfi hefur oft verið kveikjan að verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, svo sem rauðrófuhýði í vatni sem hefur myndað rauðan lit og pappírsörk á glugga sem raki hefur teiknað á.

Listamenn: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðjón Ketilsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Elsa Dóróthea Gísladóttir

Dagsetning:

26.08.2023 – 14.01.2024

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur