Hringmyrkvun

Sigga Björg Sigurðardóttir, Mikael Lind

Hringmyrkvun

Verkið er innsetning sem samanstendur af hand teiknuðum vídeóverkum og hljóðverki.
Opið verður daglega á milli klukkan 14 og 17.

Tilveran er ferli sífelldrar umsköpunar eins og skynja má þegar gengið er inn í hljóð- og myndbandsverkið Hringmyrkvun. Í hringlaga umgjörð fyrrverandi lýsistanks er leikið á tímavitund sem markast af stöðugu samspili ljóss og skugga á hringferð okkar kringum sólu. Blýantur og strokleður móta og ummóta sautján teikningar sem skeyttar eru saman í myndræna hluta verksins. Mjúk og hálfgegnsæ form renna sundur og saman í stanslausri hreyfingu, fjölga sér stundum og taka á sig myndir sem geta allt í senn verið landslag, sjávarföll, gróður, lífverur og líkamshlutar. Blanda af frumstæðum rafhljóðum og fundnum umhverfishljóðum sem tekin eru upp á staðnum elta myndformin en eiga sér líka sína sjálfstæðu tilveru og móta samsetningu og takt myndverksins. Þau magna þannig upp ókennilega stemningu í gamalkunnugum tönkum sem hafa fengið nýstárlegt hlutverk.

Samruni, umbreytingar og sífella hafa um skeið verið meginþemu í vídeóum Siggu Bjargar og Mikaels. Í myndunum er athygli beint að því að þær línur sem voru fyrir þurrkast aldrei alveg út. Hver þeirra skilur eftir sig far sem minnir á það sem á undan kom, á ferlið sem liggur að baki. Næstum eins og DNA-keðjur sem rekja má fram og til baka. Að sama skapi enduróma hljóðin í rými tanksins þannig að hvert þeirra skilur eftir sig slóð sem kallast á við fortíð tankanna og tekur áfram virkan þátt í verkinu. Lífið sjálft er ferli og hluti af hringrásum og víxlverkun sem nær allt frá smæstu öreindum til lífvera, vistkerfa og hins kosmíska. Handteiknaðar myndir Siggu Bjargar og raftónlist Mikaels opna hver annarri nýjar leiðir í samsköpun þar sem allt er sífellt á leið að verða eitthvað annað.

Texti: Auður Aðalsteinsdóttir

Listamenn: Sigga Björg Sigurðardóttir, Mikael Lind

Dagsetning:

26.07.2025 – 24.08.2025

Staðsetning:

Tankarnir

Raufarhöfn, 675 Raufarhöfn, Iceland

Merki:

NorðurlandSýningEnginn aðgangseyrir

Opnunartímar:

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5