Giv mí tyggigúmmí
Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir

GIV MÍ TYGGIGÚMMÍ er yfirskrift einkasýningar Ingibjargar Rannveigar Guðlaugsdóttur á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum.
Opið: kl. 15:00-18:00 alla dagana fyrir utan opnunardaginn.
,,Giv mí tyggigúmmí’’ sagði lítil fimm ára stúlka við hermann sem hallaði sér upp að ljósastaur þar sem hann stóð vörð utan við heimili hennar í seinni heimsstyrjöldinni. Myndirnar á þessari sýningu eru í sama dúr. Minningar Ingibjargar frá æsku og unglingsárunum í Vestmannaeyjum verða að abstrakt málverkum eins og Ingibjörg sér minningarnar.
Giv mí tyggigúmmí er fyrsta einkasýning Ingibjargar Rannveigar.
Ingibjörg er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, bjó mörg ár Svíþjóð og í Bandaríkjunum og býr nú í Reykjavík. Ingibjörg byrjaði snemma að mála og teikna sem barn og hefur sótt námskeið í málun við Myndlistarskóla Reykjavíkur og við Gerlesborgskolan í Svíþjóð og víðar. Hún er með vinnustofu á Grandagarði ásamt hópi málara. Í verkum sínum vinnur Ingibjörg með persónulegt myndmál, skoðar hvernig minningar geymast í líkamanum og verða að litríkum sögum á striga.
Sýningarstjóri er sonardóttir Ingibjargar, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, myndlistamaður. Silfrún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2020. Síðan þá hefur hún haldið sýningar en einnig sýningarstýrt. Meðal annars stofnaði hún Vatnshelda Galleríið ásamt Töru Njálu Ingvarsdóttur og sýningarstýrðu þær saman Stálsmiðjunni 2017-2019.
Listamaður: Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir
Sýningarstjóri: Silfrún Una Guðlaugsdóttir