Jólasýning Artóteksins
Samsýning / Group Exhibition
Á sýningunni eru til sýnis verk listamanna sem er að finna í Artótekinu, samstarfsverkefni SÍM og Borgarbókasafnsins. Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir listamenn sem eru félagsmenn í SÍM. Megin markmiðið er að gera íslenska samtímalist aðgengilega sem flestum og gefa fólki kost á að leigja eða eignast myndlist á einfaldan hátt.Hægt verður að kaupa verk á staðnum og/ eða gera kaupleigusamninga í gegnum Artótekið. Frábær gjöf fyrir listunnendur – kaupum myndlist um jólin og styðjum myndlistarfólk!
Listamaður: Samsýning / Group Exhibition