Kliður
Högna Heiðbjört Jónsdóttir, Ísar Svan, Karen Ösp Pálsdóttir, Petra Hjartardóttir, Steinn Logi Björnsson

Sýningin Kliður / Murmur er sumarsamsýning Þulu Hafnartorgs þar sem fimm ólíkir listamenn leiða saman hesta sína. Maðurinn og náttúran er í öndvegi á sýningunni þar sem málverk og skúlptúrar túlka tengingu okkar við umhverfið.
Í borgarkliðnum þar sem öllu ægir saman er kyrrðin oft kærkomin og hana sækjum við oftar en ekki í náttúruna, fjöllin og dalina. Það má þó finna fallegan samhljóm í kliðnum ef vel er að gáð, þar sem rósarunnar blómstra í bakgörðum og þrestir syngja á greinum trjánna.
Við bjóðum gestum að stíga inn í kliðinn og kanna hvar þeirra laglína liggur, hvort sem hún tónar í fjallasal eða á milli húsa borgarinnar.
⸻
Högna Heiðbjört Jónsdóttir (f. 1997)
Högna er myndlistarkona búsett í Kaupmannahöfn. Hún lærði við Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og lauk BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Högna vinnur aðallega með málverk þar sem innsæi og kerfisbundin vinnubrögð mætast. Hún nýtir sterka liti, safnar og raðar hversdagslegum hlutum á nýjan hátt og varpar ljósi á fegurðina sem oft fer fram hjá okkur.
Nýlegar sýningar:
2025 – Wild Horses Gallery, Kaupmannahöfn
2024 – Jólasýning, Ásmundarsalur, Reykjavík
2021 – Ásmundarsalur, Reykjavík
2020 – LHÍ, solo show, Reykjavík
2019 – Galleri Rýmd, Reykjavík · Núllið, Reykjavík · Flæði, Reykjavík
⸻
Ísar Svan (f. 1999)
Ísar er myndlistarmaður búsettur í Reykjavík. Hann vinnur aðallega með málverk, en einnig teikningar og videoverk sem endurspegla tengsl innra lífs og landslags æskunnar. Verkin bera með sér hugleiðandi og persónulegan tón.
Nýlegar sýningar:
2025 – Ausstellungsraum Klingental, Basel
2024 – Svavarssafn, Höfn í Hornafirði · Korpúlfsstaðir, Reykjavík · Verkvinnslan, Reykjavík
2023 – LHÍ, Reykjavík · LungA, Seyðisfjörður · FÚSK, Reykjavík · Svigrúm, Reykjavík
2021 – Nýheimar, solo show, Höfn í Hornafirði
⸻
Karen Ösp Pálsdóttir (f. 1992)
Karen Ösp býr og starfar í Reykjavík og New York. Hún lauk BFA gráðu frá MICA í Baltimore og hefur sýnt í París, London, New York og Reykjavík. Verk hennar hafa verið birt í m.a. New American Paintings, SFMOMA og Hyperallergic.
Nýlegar sýningar:
2025 – Þula Hafnartorg, Reykjavík · SÍM Gallery, Reykjavík
2024 – Shug Gallery, Norwich, England · 82 Parris Gallery, Portland, Maine · Dodomu Gallery, NYC
2023 – Blossom Art, París, Frakkland
Birt verk í: El País · Create! Magazine · SFMOMA
⸻
Petra Hjartardóttir (f. 1992)
Petra er listamaður í Reykjavík sem vinnur með silfursmíði, útsaum og annað handverk. Hún finnur innblástur úr fornminjum, bókum og minningum og dregur fram fegurð úr hinu hverfula og smáa. Petra lauk MFA gráðu frá Yale og BFA frá Hunter College í New York.
Nýlegar sýningar:
2025 – SÍM Gallery, Reykjavík
2023 – Gallery Kannski, Reykjavík · Harbinger, Reykjavík · AiR Sandnes, Noregur
2022 – Listasafn Reykjavíkur
2019 – Kling & Bang, Reykjavík · Shin Gallery, NYC
Gestavinnustofur: París · Sandnes · Como
⸻
Steinn Logi Björnsson (f. 1999)
Steinn Logi vinnur með málverk, skúlptúra og gjörninga. Verk hans eru litrík og hlaðin húmor og tengslum við náttúruna. Hann lauk námi frá LHÍ með skiptinámi í Aþenu og hefur sýnt í Reykjavík og Kaupmannahöfn.
Nýlegar sýningar:
2025 – Herma, Reykjavík · Gallery Port, Reykjavík
2024 – Wild Horses Gallery, Copenhagen · Gallery Port, Reykjavík
2023 – Mengi, Reykjavík · Hafnarhúsið, Reykjavík · Lóla Flórens, Reykjavík
Gjörningar: Hamraborg · Hafnarhús · Verkvinnslan
Listamenn: Högna Heiðbjört Jónsdóttir, Ísar Svan, Karen Ösp Pálsdóttir, Petra Hjartardóttir, Steinn Logi Björnsson